Mér finnst það meira en lítið furðulegt að fólk skuli líta á það sem galla eða óheiðaleika þegar maður kemur til dyrana eins og maður er klæddur, segir hlutina eins og þeir eru, velur að vera aðeins óhefðbundinn í útliti og mæta á framboðskynningar á stóru mótorhjóli íklæddur viðeigandi hlífðarfatnaði úr leðri.
Mér hefur verið sagt…. Nei. Mér hefur hreinlega verið skipað að klæðast jakkafötum, stytta skeggið og hætta að leika einhvern töffara.
Málið er að ég kann bara ekki að vera annar en ég sjálfur og ég á engar grímur til að setja upp fyrir vandlætingarsinnana sem öfunda mig fyrir að þora að vera ég sjálfur og segja mína meiningu.
Ég kann heldur ekki, og langar heldur ekkert að næla mér í fölsk atkvæði á þeim forsendum að ég þurfi að snúa fölsku hliðinni að kjósendum og ljúga að þeim því í mínum huga er það óheiðarlegt og þeir sem gagnrína mig fyrir að vera ég sjálfur og þora því, gera það sennilega af öfund vegna eigin gunguskapar.
Það hjálpar engum að þykjast vera einhver annar en hann er og það fólk sem gagnrínir mig fyrir að þora að vera ég sjálfur, segja það sem mér finnst og koma til dyrana eins og ég er klæddur, gerir það vegna þess að það sjálft þorir ekki að standa með sjálfu sér en kýs þess í stað þá niðurlægingu að láta aðra stjórna því hvernig það talar, klæðir sig og hagar sér.
Það er kanski þess vegna sem fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar ekkert þrátt fyrir lygar, svik og þjófnað æðstu manna þess glæpafélags?
Ég í það minnsta þori að vera ég sjálfur og læt ekki nokkurn mann eða konu segja mér að vera ekki ég sjálfur.
YARR!