Lena Rós Matthíasdóttir prestur skrifaði þetta á síðuna sína á Facebook í morgun, en þar fer hún yfir það hvernig íslendingar láta daglega og jafnvel oft á dag, hafa sig af fíflum af stjórnvöldum, lánastofnunum og illa gefnu fólki sem vegna heimsku sinnar og einfeldni styður dyggilega við bakið á spilltustu ríkisstjórn í hinum vestræna heimi.
Í pistli sínum segir hún frá því hvernig hún hefur látið hafa sig að fífli í 10 ár en uppgvötaði það ekki fyrr en hún var flutt til Noregs þegar hún fór að skoða sjálfa sig og líf sitt á Íslandi.
Gefum Lenu Rós orðið:
Mikið þykir mér sorglegt að ég skuli þurfa að vera sammála þessum rökum sem hér eru sett fram. Oft er sannleikurinn sárastur og afhjúpunin meiðandi því um leið þarf maður að viðurkenna að hafa verið hafður að fífli. Hvernig í ósköpunum gat ég upplifað sjálfa mig heppna þarna heima? Jú, vegna þess að ég get staðið í skilum. En hvað þýðir það? Að maður sé búinn að mastera hæfileikann til að láta stela frá sér? Ok! Ég er sek og viðurkenni fúslega að hafa verið fífl sl. 10 ár. Hvað get ég kallað það annað? Maður hefur greitt tæpar 24 milljónir á tíu árum af 20 milljóna króna skuld og þarf að kyngja því að eiga enn eftir að borga 32 milljónir til viðbótar til að greiða fyrir þetta sama 20 milljóna króna lán… sem endar náttúrulega í ennþá hærri upphæð eða í rúmlega hundrað milljónum þegar upp er staðið (og þótt aldrei falli niður greiðsla). Ég er kannski ekki skarpasti ávöxturinn í körfunni, en nógu skörp til að sjá að ég var allt annað en heppin. Ég var auðtamið fífl með fyrirmyndar þrælslundargeð og tók stolt við stöðu minni sem einn af millistéttarstólpunum sem skiptu svo agalega miklu máli eftir hrun. En hæ, guys, ég er vakandi í dag og vinn þar að auki nægilega stuttan vinnudag hér í Norge til að geta litið upp og hugsað… sjálfstætt. Er búin að ná áttum og segi hér með lausri stöðu minni sem ein ausan á sökkvandi skútunni. Í þeirri niðurstöðu er hvorki fólginn hroki, hefnigirni né uppgjöf (maður heldur jú áfram að láta stela frá sér og þarf ,,bara“ að skaffa þjófinum minnst 32 milljónir til viðbótar). Ég sé þetta þannig að heima á Íslandi samþykkti ég líka að þjófurinn tæki frá mér möguleikann á lífsgæðum. Maður er jú stoltur og vill standa í skilum sem þýðir að með stöðugt hækkandi lánum þurfa foreldrar að vinna æ meir á kostnað tímans með börnunum. Það er eitthvað stórkostlega átakanlegt við það að stærsta menningarsjokkið sem ég upplifði við að flytja til Noregs var að rekast í tíma og ótíma á alla þessa feður á mínum aldri með nestistöskur á bakinu á leið í hjólreiðatúr eða lautarferð með alla fjölskylduna… have I dyed and gone to heaven? Ég bara spyr!! Maður heldur að sjálfsögðu áfram að fæða þjófinn eða mafíuna eins og það er kallað hér í erindinu en maður getur þó a.m.k. notið lífsins á meðan. – Og bara eitt að lokum: Ég hef engan áhuga á því að opinbera eigin aulahátt að láta hafa mig svona að fífli. En þegar ég hugsa um alla þarna heima sem standa í nákvæmlega sömu sporum og ég og jafnvel verri, þá einfaldlega get ég ekki þagað. – Ég er búin að liggja yfir þessu (enda nægur frítími) og get ekki betur séð en að ,,Ísland – 20. fylki Noregs“ hér á Fésinu sé með alla puttana á púlsinum… við munum a.m.k. aldrei tapa á að ræða möguleikana. Hafandi sagt það er ég um leið óendanlega þakklát baráttujöxlum á borð við Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir hjá Hagsmunasamtökum heimilanna… þar fer sko fólk sem kallar ekki allt fyrir ömmu sína heldur veður drulluna daglega upp að hálsi fyrir mig og þig.
Þessi lýsing Lenu ætti að vera áminning til allra íslendinga að skoða hug sinn vel varðandi það hvað þeir kjósa yfir sig hverju sinni því alltaf verður spillingin meiri og meiri í hvert sinn sem einfeldningar og heimskingjar fá að setja sitt X við fjórflokkinn og það glæpahyski sem þar ræður ríkjum.
Íslendingar sem þannig kjósa, sér í lagi í kosningunum 2013 voru í raun að selja börn sín og barnabörn til næstu þriggja kynslóða í ánauð og þrælkun.
Já. Ég segi og skrifa, ánauð og þrælkun því meðan kjósendur styðja við bakið á fólki eins og Sigmundi Davíð og hans gjörspilltu hjörð, Bjarna Ben og glæpalýðnum sem hefur rænt auðlindum landsins frá almenningi í eigin þágu auk heldur að gefa fiskinn í hafinu umhverfis landið til einkavina sinna og setja bankana í hendur glæpahyski sem arðrænir almenning algerlega fyrir opnum tjöldum ásamt mörgu fleiru sem hægt væri að telja upp, þá er fólk að selja afkomendur sína í þrælkun hjá þessu hyski. VG og Samfylkingin sáu um það í stjórnartíð sinni að hreinsa af sér allt sem hét heiðarleiki og mannorð með svikum sínum við almenning í landinu og eru því lítið skárri en það hyski sem hér að ofan var talið.
Hafið það í huga kjósendur fjórflokksins, að næst þegar þið exið við einhvern af fjórflokkunum og því glæpahyski sem þeim stjórna, þá eruð þið að selja afkomendur ykkar í þrælabúðir.
Það er staðreynd, því þannig er íslenskt samfélag í dag.
Umræður um stöðufærslu Lenu eru til umræðu í hópnum, „Ísland – 20. fylki Noregs“ á facebook.