Ég bið Færeyinga afsökunnar og skammast mín fyrir þá sem stjórna íslandi

Fær ekki vistir eða olíu og áhöfninni er meinað að fara frá borði.

Fær ekki vistir eða olíu og áhöfninni er meinað að fara frá borði.

Ef einhverntíma hefur verið ástæða fyrir íslendinga til að skammast sín fyrir ákvarðanir stjórnvalda, þá er það í þessu máli.
Ég persónulega á ekki eitt orð yfir svona framkomu og bið því Færeyinga afsökunnar fyrir hönd þeirra handónýtu stjórnvalda sem hér ráða ríkjum og ég dauðskammast mín fyrir þá framkomu sem þeim er sýnd.
Tel einnig að meirihluti íslendinga sé æfur af reiði út af þessu.

Fær­eyska skipið Næra­berg, sem ligg­ur nú við bryggju við Voga­bakka í Reykja­vík, fær ekki olíu og aðra hefðbundna þjón­ustu. Skipið veiðir mak­ríl í græn­lenskri efna­hagslög­sögu og má því ekki koma til ís­lenskra hafna, eða fá þjón­ustu þar. Skipið fékk þó leyfi til að koma til hafn­ar í morg­un þar sem vél­ar­bil­un kom upp í skip­inu.

Í fyrstu milli­grein þriðju grein laga um veiðar og vinnslu er­lendra skipa í fisk­veiðiland­helgi Íslands seg­ir:

Er­lend­um skip­um, sem stunda veiðar eða vinnslu á afla úr sam­eig­in­leg­um nytja­stofn­um sem veiðast bæði inn­an og utan ís­lenskr­ar fisk­veiðiland­helgi og sem ís­lensk stjórn­völd hafa ekki gert milli­ríkja­samn­ing um nýt­ingu á, er þrátt fyr­ir ákvæði 1. mgr. óheim­ilt að koma til ís­lenskra hafna.

Kom­ist skip sem um ræðir í þess­ari máls­grein til ís­lenskr­ar hafn­ar er þeim óheim­ilt að landa eða um­skipa afla í höfn og skal án taf­ar vísa þeim úr höfn eft­ir að þau hafa verið skoðuð af eft­ir­litsaðilum og eft­ir at­vik­um veitt neyðaraðstoð. Óheim­ilt er að veita skip­um sem um ræðir í þess­ari máls­grein, skip­um sem flytja afla þeirra, skip­um sem þjón­usta þau, sem og út­gerðum þess­ara skipa, þjón­ustu, þar með talið í ís­lensk­um höfn­um, í fisk­veiðiland­helgi Íslands og utan henn­ar.

Þeir ráðherrar sem ábyrgir eru fyrir þessum ólögum og í raun svívirðilegu framkomu gagnvart frændum okkar í Færeyjum eru þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir.

Fyrir aðgerðir þeirra sem og ríkisstjórnar íslands, tel ég mig skrifa hér fyrir meirihluta íslendinga þegar ég segi að ég hef megnustu skömm á svona lagasetningum og þess þá heldur eftirfylgni þeirra og lýsi yfir fullum stuðningi við frændur okkar í Færeyjum um leið og ég biðst einnig afsökunnar á þessari framkomu íslenskra stjórnvalda gagnvart þeirri þjóð sem studdi við bakið á okkur kjölfar efnahagshrunsins og bjargaði þjóðinni frá gjaldþroti.

Sú bakstunga sem Færeyingar fá með þessari aðgerð er stjórnvöldum á íslandi til háborinar skammar og vona ég persónulega að þau leiðrétti þetta ekki seinna en strax.

Enn og aftur bið ég Færeyinga afsökunnar á þessu fyrir hönd okkar almúgafólks á íslandi, við erum ekki þeir seku í þessu máli og styðjum ykkur 100% og höfum megnustu skömm á stjórnmálamönnum sem haga sér með þessum hætti.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 29. ágúst 2014 — 13:18