Í kjölfar mótmælana í gær, þriðja nóvember er maður nánast búinn að sitja gapandi af undrun yfir þeirri foráttuheimsku sem einkennir þingmenn og ráðherra stjórnarflokkana. Af viðbrögðum þeirra, yfirlýsingum og talsmáta að dæma þá hafa þeir ekki nokkurn minnsta skilning á einu eða neinu sem er að gerst í þessu þjóðfélagi.
Þeir virðast ekki einu sinni hafa skilning á sínum eigin verkum og hvað þau þýða fyrir fólkið í þessu landi, en allir þeir sem hafa komið fram í fjölmiðlum, á bloggsíðum og samfélagsmiðlum, (sem ég hef séð), halda áfram að tala niður til fólksins í landinu í yfirlætistón þess hrokafulla sem allt veit, kann og getur, betur en allir aðrir.
Meira að segja Bjarni Ben, fjármálaráðherra veit betur um hvað mótmælin snerust heldur en mótmælendur sjálfir ef marka má orð hans í frétt á DV.
Lygamundur Kögunarson, (Sigmundur Davíð) forsætisráðherra og undirmígur vissi greinilega ekkert heldur um hvað mótmælin í gær snerust og í viðtali við hann á Rúv í gær hélt hann sínu venjubundna striki í hroka, yfirlæti og heimsku í sinni tærustu mynd þegar hann sagðist hafa séð fjöldann allan af tónlistakennurum vera að mótmæla og að hann skildi mótmælendur. Því lýgur hann náttúrulega og má heyra það með því að horfa hérna. Skömm að þessu skoffíni sem hefur ekki hundsvit á einu né neinu sem hann gerir.
Í Kastljósi í kvöld, fjórða nóvember var svo rætti við Vigdísi Hauksdottur og Steingrím J. Sigfússon og verð ég að segja að mig flökraði undan þeim báðum. Vigdís ein getur valdið manni velgju af viðbjóði en nú brá svo við að Steingrímur J. sat undir messu Vigdísar eins og mús undir fjalaketti og sagði varla stakt orð af viti, hvað heldur þá heila setningu meðan Vigga gjammaði eins og lóða tík í hundahrúgu. (Afsakið meðan ég æli).
Eigum við svo eitthvað að ræða hvernig yfir-hirðfífl Sjálfstæðisflokksins hagar sér? Hvernig hann stundar það að tala niður til fólks með slíkum og þvílíkum hroka og yfirlæti að maður á vart til orð yfir dónaskapnum í honum. Svo vogar hann sér að segjast hafa skilning á því hvernig ástandið hjá þeim lægst launuðu í landinu er í raun. Hann hefur engan skilning. Ekki hinn minnsta þó svo hann gaspri úr sínum fílabeinsturni í hroka, yfirlæti og þeirri takmarkalausu heimsku sem einkennir hann í hvert sinn sem opnar á sér þverrifuna eða stingur niður penna. (Afsakið meðan ég æli aftur).
Ég gæti endalaust haldið áfram að telja upp fólk úr stjórnarflokkunum sem hefur tjáð sig um mótmælin og komið með dæmi þar um en læt staðar numið enda öllum ljóst sem eitthvað fylgjast með því sem er að gerast, að við sitjum uppi með fólk í ríkisstjórnarflokkunum og marga einnig í öðrum flokkum, sem hafa enga tilfingingu fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu og hafa ekki minnsta skilning á kjörum þess fólks sem það á að vera að ÞJÓNA en kemur þess í stað fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum með svo hrokafullar yfirlýsingar að maður efast stórlega um að þar fari fólk með eitthvað annað á milli eyrnana en algert tómarúm.
Á samfélagsmiðlum logar allt í umræðum um framkomu og heðgun þessa fólks þar sem almenningur lýsir bara með beinum orðum fyrirlitningu sinni á þessu svika og lygahyski sem er svo siðblint og hrokafullt, fyrir utan náttúrulega þá dæmalausu heimsku sem það sýnir af sér, að annað eins hefur ekki sést áður. Það er greinilegt að almenningur er búinn að fá nóg af þessu og vill þetta fólk úr ríkisstjórn og út af þingi fyrir fullt og allt. Skiljanlega.
Og svo heimtar þetta lið, ofan á allt annað, að þeim sé sýnd virðing. VIRÐING?
Það er ekki hægt að bera virðingu fyrir svona fólki. Ekki séns. Enda er virðing svolítið sem þarf að vinna sér inn og til þess þarf til að bera hjá stjórnmálamönnum heiðarleika og sannsögli svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki til staðar hjá þessu fólki og því fær það ekki snefil af virðingu frá mér hið minnsta enda hefur það ekkert gert til að vinna sér fyrir henni.
Ég vil þessa stjórn frá völdum og ég vil hana burt ekki seinna en strax.
Hún laug sig inn á þjóðina og hefur ekkert gert fyrir þær stéttir í landinu sem þurftu á því að halda en hefur stöðugt púkkað undir þá sem best eru settir á kostnað þerra verst settu þrátt fyrir loforð um annað.
Slíkt hyski á hvorki heima á alþingi í lýðræðisríki og þaðan af síður í ríkisstjórn.
STJÓRNINA BURT STRAX Í DAG!