DV og hagsmuna-sorpblaðamennska frá helvíti

Það er staðreynd að mörg dýr eru gáfaðri og skynsamari en mörg mannskepnan.

Það er staðreynd að mörg dýr eru gáfaðri og skynsamari en mörg mannskepnan. MYND: Víðir Björnsson.

Ég, eins og svo margir aðrir landsmenn fengum í morgunn inn um póstlúgu okkar einhverja þá ógeðfeldustu sendingu sem nokkur fjölmiðill, ef fjölmiðil skyldi kalla, getur sent frá sér.
Þarna var um að ræða DV sem sent var ókeypis á hvert heimili í landinu með svo svæsnum og óþveralegum áróðri frá formanni Framsóknarflokksins að ég þori að fullyrða að annað eins hefur ekki komið inn á heimili landsmanna, hvorki fyrr né síðar.

Það hrein og klár móðgun og óvirðing við heiðarlega og vandvirka blaða og fréttamenn á Íslandi að kalla pistlahöfunda DV blaða eða fréttamenn og DV er ekki fjölmiðill eftir yfirtökuna á síðasta ári heldur er þetta ekkert annað en óforskammaður áróðurssnepill Framsóknarflokksins og taglhnýtinga hans því fréttamennska og sannleiksást er það síðasta sem hægt er að finna í þessu blaði eftir yfirtöku Framsóknarmanna á því.

Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri vikublað skrifar meðal annars stöðufærslu um upplifun sína þegar honum barst snepillinn í hendur:

Það er sko þannig með fjölmiðla að almenningur veitir þeim aðhald með því að gagnrýna, lofa, velja eða hafna. Í tvígang hefur DV nú sent mér frítt eintak á síðustu mánuðum. Mér varð á að renna yfir fyrra eintakið, las reyndar bara fyrirsagnir en sá ekki betur en að þar væru lofskrif um nýja bók ritstjóra DV (!) og svo var mikil markaðssulta frá Binga útgefanda í sama blaði. Í morgun hafði ég fengið viðvörun um efni DV sem reyndi að komast inn á öll heimili. Blaðið komst því aldrei inn úr dyralúgunni minni, það fór beint í ruslið og mér leið mjög vel að henda því. Það er gild spurning hvort vilji til áróðurs útgefenda keyri áfram erindi allra þriggja landsblaðanna um þessar mundir? Sérhagsmunir? Pólitískur áróður? Margir góðir blaðamenn fá enn að sprikla og vinna sínar fréttir og aðrar afurðir í friði innan þessara blaða enn og ég er ekki að gagnrýna limina heldur höfuðin. En orðið aumkunarvert kemur upp í hugann. Samandregin niðurstaða er að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir sjálfstæða og gagnrýna fréttastofu en einmitt núna innan Ríkisútvarpsins. Eins gott að þar á bæ reynist kollegar okkar ábyrgð sinni vaxnir og þá einkum í varðhundshlutverkinu…

Sjálfur tók ég snepilinn upp af gólfinu með tveim fingrum og henti honum út í ruslatunnu eins og um eiturefnaúrgang væri að ræða og þvoði mér svo þrisvar um hendurnar á eftir, en ekki löngu síðar, þegar fólk var farið að birta einstaka búta úr viðtalinu við Sigmund Davíð, þá lúskraðist ég út í tunnu íklæddur þykkum hönskum og veiddi snepilinn upp svo ég gæti lesið um það sem fólk var að hneykslast á.

Það verður að segjast eins og er, þrátt fyrir gífurlegan andlegan undirbúning og vitandi að þarna færi maður sem er svo algjörlega raunveruleikafirrtur sem hugsast getur að tjá sig, að mér varð hreinlega illt í sálinni við allar lygarnar og rangfærslurnar sem þarna eru bókfærðar af Kolbrúnu Bergþórsdóttur án þess að ég ætli að fara neitt nánar út í þá sálma, það vita allir sem á annað borð hafa fylgst með ferli Sigmundar Davíðs, að hann maður lyga, fals og svika við almenning í landinu.  Um það vitna verkin hans.
Sjálfur talar hann um ógeðsstjórnmál og ræðst þar á aðra flokka og einstaklinga innan þeirra með mjög ófyrirleitnum hætti sem á sér engan sinn líkann í stjórnmálasögu íslands að mér vitandi.

Það hefur aldrei í sögu íslands verið eins vond ríkisstjórn við völd og núna og aldrei verið eins illa gerðir og siðblindir stjórnmálamenn í stjórnarflokkunum eins og um þessar mundir.  Það er stanslaust logið að almenningi í landinu og honum talið trú um að hér sé bullandi uppgangur en á sama tíma því er haldið fram er níðst svoleiðis á minnihlutahópum, öryrkjum og öldruðum að aldrei frá því lýðveldið var stofnað hefur eins stór hópur fólks þurft að svelta heilu hungri lungann úr mánuðinum vegna aðgerða stjórnvalda.
Aldrei hefur þjóðin þurft að þola aðrar eins svívirðingar af munni nokkurs forsætisráðherra eins og í tíð þessarar ríkisstjórnar og í raun allra ráðherrana, þar sem því er hiklaust lýst yfir að þjóðin, fólkið í landinu sé allt saman geðveikt?
Jaaa, nema náttúrulega tryggustu og trúustu fylgismenn stjórnarflokkana.

Ég held að svoleiðis yfirlýsingar ráðherra og þingmanna segi langsamlega mest um þeirra eigið geðheilbrigði.

Og í framhaldi af því, þá er það sorgleg staðreynd þegar dýrin hafa meiri greind en mörg mannskepnan og sýna það í verki þegar kemur að sorpritum eins og DV og má sjá á meðfylgjandi mynd.