Breytt útlit og breyttar áherzlur

Ég ákvað að breyta útliti og virkni síðunar talsvert í kvöld.  Það verður lítið um myndir í framtíðinni og lítið um tengla í aðra miðla enda verður þetta meira „mitt“ blogg og mínar áherzlur á málefni líðandi stundar þegar mig langar að tjá mig um það sem er efst á baugi hverju sinni.
Ég ætla ekkert að breyta út af vananum, þjófar verða kallaðir þjófar og lygarar lygarar enda af nógu að taka þegar stjórnmálin ber á góma.
Ég reyni að skera pistlana við nögl í framtíðinni og má kanski frekar segja að þetta verði örblogg héðan af.
Lengri pistlar með myndum og tenglum verða þá frekar skrifaðir á Skandall.is þegar áhugi og nenna er til staðar.

Updated: 12. febrúar 2021 — 20:51