Rak augun í skrif einstaklings á fésbókinn sem er alveg þess virði að láta flakka hérna enda þótt hann deili þessum pistli ekki sem opnum.
Eitt sinn vann ég í stórfyrirtæki á „gólfinu“ þar og fékk rétt yfir lágmarkslaunum.
Það eitt og sér var frekar niðurlægjandi en eitt að því sem situr enn í mér var fyrirkomulagið með bakkelsið í mötuneytinu.
Þar var alltaf dýrindisbakkelsi (oftast niðurskorið) í boði á morgnana, gegn gjaldi.
Síðan komst ég að því að þetta bakkelsi voru afgangar frá morgunfundum yfirstjórnar fyrirtækisins, þar sem sat fólk með örugglega margföld laun á miðað við mig og það fékk bakkelsið frítt.
Síðan var það selt í lægst launaða fólkinu í fyrirtækinu.
Svona fyrir þá sem vilja vita hvaða fyrirtæki þetta var þá heitir það Samskip og er í eigu/stjórn dæmds glæpamanns.
Mikið er ég feginn að vinna þar ekki lengur.
Aldrei hefur brauðmolakenningin opinberast mér jafn vel og í þessu fyrirtæki, því að ríka fólkið gefur ekkert og selur okkur brauðmolana sem það vill ekki.