Bjarni Ben kallar mig dóna og lygara

Lesið ykkur til um Frönsku byltinguna og þið skiljið "sneiðina".

Lesið ykkur til um Frönsku byltinguna og þið skiljið „sneiðina“.

Ég verð að segja fyrir mína parta, að mér finnst það nánast upphefð þegar „hæstvirtur“, (lesist með fyrirlitngartón), fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kallar mig lygara og dóna á fésbókarsíðu sinni.  Það segir í raun allt sem segja þarf um hann sjálfan þegar hann segir mig fara með rakalausan þvætting í umræðu á þræði þar sem hann segir það ósatt að neysluviðmið upp á 248 krónur hafi komið frá hans ráðuneyti.  Kallar það uppspuna og útúrsnúning þó það sé rakið beint til nefndar undir hans stjórn.
Hörð umræða fór í gang í kjölfar stöðufærslunar og má lesa það inni á fésbókarsíðu Bjarna.

En gott og vel.  Þetta byrjaði með því að ég sagði svaraði Bjarna þegar hann sagði að laun í landinu hefðu hækkað um 4% umfram verðlag, að það væru meðallaun sem hefðu hækkað.
Þeir lægst launuðu, öryrkjar og aldraðir hefðu orðið fyrir kjaraskerðingu frá því að núverandi ríkisstjórn hefði tekið við.

Bjarni segir hér:

Laun hafa hækkað um 4% umfram verðlag undanfarið ár. Alþingi er ekki að segja neitt af því sem þú tiltekur.

Og ég svara:

Meðallaun Bjarni, Meðallaun og inni í því eru síðustu hækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja sem hafa togað þessa tölu upp.
Öryrkjar, aldraðir og þeir lægst launuðu hafa orðið fyrir um það bil 12% kjaraskerðingu eftir að núverandi ríkiss
tjórn tók við völdum.
Það þýðir ekki einu sinni að reyna að þræta fyrir þessar exelæfingar ykkar, þetta skrum ykkar og þessar lygar eru gjörsamlega komnar yfir öll strik.
Heiðarleiki er eitthvað sem er ekki til í ykkar orðaforða og þið vitið heldur ekki hvað það er.
Málflutningur þinn í öllu þessu máli er þér og þínu hyski til skammar því þið virðist nærast á eigin lygum, svikum og því að púkka undir auðvaldið meðan almenningur sveltur í þessu landi.
Vit ykkar á efnahagsmálum og hagstjórn er neðan við núllið. Langt fyrir neðan.

Ég játa það alveg að ég get verið harðorður og hika ekki við að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Sumum þykir það vera dónaskapur en oft er það bara svo, að annað dugar ekki til og það er til lítils að segja að heimskingi sé kjáni þegar hann hagar sér trekk í trekk eins og heimskingi.
Einhver Rósa Aðalsteinsdóttir fer að skammast í mér og ætla ég ekkert að rekja það nánar, það getur fólk lesið sjálft.

En Bjarni svarar mér:

Jack Hrafnkell Danielsson þú ert enn við sama heygarðshornið með eintóman dónaskap og stóryrði. Færir engin rök fyrir máli þínu. Með afnámi skerðinga og hækkun bóta umfram verðlag hafa kjörin lagast en ekki versnað eins og þú heldur fram.

Ég held að þarna tali Bjarni gegn betri vitund því ég veit og finn allt annað á mínu veski.
Þarna er talað af hroka og yfirlæti af manni sem hefur ekki hundsvit á því hvað hann er í raun að tala um því þeir einu af öryrkjum og öldruðum sem fengu sín kjör bætt voru þeir sem stóðu hvað best fyrir.
Þetta veit Bjarni vel enda hefur það verið marg tuggið ofan í hann og þá sem halda sama bullinu fram.

En ég svara aftur:

Engin rök?
Hvar eru þín rök?
Þú svarar aldrei neinu efnislega.
Talandi um dónaskap, þá held ég að þú ættir að líta í eigin barm.
Það er ekki beint fallegt hvernig þú talar til okkar sem ÞÚ ÁTT að vera að ÞJÓNA.
Og talandi um að skerðingar hafi verið afnumdar, þá get ég upplýst þig um að það er hauga lygi í þér.
Það hafa engar skerðingar verið afnumdar.
Skal meira að segja upplýsa þig um það, að fari öryrki í vinnu, þá skerðast bæturnar um nákvæmlega sömu upphæð og hann vinnur sér fyrir.
Grunnlífeyririnn skerðist reyndar aldrei, þessar heilu þrjátíu og eitthvað þúsund krónur, en það er tekjutryggingin sem skerðist um krónu á móti krónu um leið og öryrkinn fær einhverjar tekjur.
Öryrkjar sem fá tekjur frá lífeyrissjóðum eru skertir um 80% af því sem þeir fá.
Öryrkjar sem fá hreinar tekjur frá TR eru að fá um 164 þúsund útborgað.
Gætir þú eða treystir þú þér til að lifa á því „háttvirtur“ fjármálaráðherra?

Já og hækkun bóta umfram verðlag segir þú.
Vinsamlega færðu rök fyrir því þar sem það sést ekki á mínum launaseðlum. Hvorki frá TR eða lífeyrissjóðinum.
Mínir útreikningar sýna þvert á móti að ég hef orðið fyrir nærri 12% kaupmáttarskerðingu frá því þið tókuð við í fyrra.

Þarna ákvað Bjarni að ég væri ekki svaraverður lengur.

Fleiri blanda sér í umræðuna og verður hver að lesa fyrir sig það sem þar er skrifað enda of langt mál að fara að setja það allt inn í þennan pistil.  Má þó til með að bæta við að einhver lúði sem kallar sig Stefán Hallgrímsson vænir mig um að ljúga til um það að kjör okkar sem minnst höfum, hafi ekkert lagast og vísar í því tilfelli til TR.
Svona menn eru ekki svaraverðir enda hlusta þeir ekki á rök.

Ég mun hiklaust halda áfram að hamra á þeim stórnmálamönnum og taglhnýtingum þeirra sem halda að þeir komist upp með að ljúga að okkur og ég hika ekki við að kalla þá sínum réttu nöfnum hvað svo sem fólki finnst um það.  Ég nefnilega ber enga virðingu fyrir lygurum og loddurum, lýðskrumrum og þjófum sem í hroka sínum og heimsku halda því fram að þeir hafi fæðst til að stjórna.
Svoleiðis fólk er hættulegt.

Ég hef skrifað talsvert mikið um þessi mál og komið með rök og staðreyndir máli mínu til stuðnings og með því að smella hér er hægt að fletta í pistlum sem ég hef skrifað um málefni öryrkja.

Góðar stundir.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Updated: 15. október 2014 — 10:19