Árið er búið, farið og kemur aldrei til baka

Mín persónulega spá fyrir efnahagsárið 2014

Mín persónulega spá fyrir efnahagsárið 2014

Ég ætla ekki að óska ykkur gleðilegs árs í þetta sinn enda sýnist mér á öllu að árið 2014 verði ekki tilefni til neinnar gleði eða gleðiláta.
Árið 2014 verður erfitt og fyrir marga verður það vont ár.
Það verður ár vonbrigða og erfiðleika, efnahagsþrenginga með versnandi hag almennings meðan þeir efnamestu hlaða enn meiri auðæfum ofan á hrúguna sem fyrir og það í boði núverandi stjórnarflokka.
Þetta verður sem sé vont ár.

Ég ætla hins vegar að þakka fyrir árið sem er liðið enda er það búið, farið og kemur aldrei aftur.

Óska ég síðan samferðafólki mínu velfarnaðar á komandi ári.

Updated: 31. desember 2013 — 16:04