Föstudaginn 28. desember byrjar flugeldasalan af fullum krafti og fólk flykkist af stað í innkaupin. Sumir fara strax að skjóta upp og eyða fúlgum í flugeldakaup fyrir heimilið fyrir áramótin. En hvar er best að kaupa flugeldana?
Það eru nokkrar staðreyndir sem vert er að líta til þegar flugeldar eru keyptir því margir eru að selja flugelda ýmist einkaaðilar eða félagasamtök sem eru að ná sér í peninga gegnum þessa sölu sem skilar miklum peningum til seljendana enda ekki um ódýrar vörur að ræða.
Björgunnarsveitirnar hafa lengi vel stólað á flugeldasöluna til að fjármagna starf sitt og þeim veitir ekkert af því að sem flestir styðji við bakið á þeim enda vinna þær óeigingjarnt starf í þágu alls almennings í landinu með störfum sínum sem eru fjölmörg utan við að bjarga fólki í neyð en Landsbjörg rekur margskonar starfsemi í þágu almennings sem fæstir leiða hugann að.
Þannig má td nefna ýmis námskeið fyrir byrjendur sem miða að því að leiðbeina fólki og kenna því almenn björgunnarsveitarstörf.
Hér má sem dæmi sjá námsskrá Landsbjargar svo fólk átti sig á því hvað það er sem þar er kennt.
Björgunnarsveitirnar eru að störfum allan ársins hring allan sólarhringinn og eru alltaf til taks þegar á þarf að halda. Starfsemi þeirra er dýr og það er á okkar ábyrgð að styðja þær og styrkja fjárhagslega til að þær geti sinnt hlutverki sínu.
Við skulum athuga það, að fótboltaliðið þitt kemur ekki og bjargar þér ef þú lendir í slæmu veðri og situr fastur í ófærð úti á landi.
Einkaaðili sem þú kaupir flugeldana af kemur heldur ekki og bjargar þér ef þú lendir í ófærð og situr fastur eða týnist í óbyggðum.
Björgunnarsveitirnar koma hins vegar þér til hjálpar hvar sem er og hvenær sem er ef þú þarft á því að halda. Þær koma og bjarga húsinu þínu í óveðri ef þakið er að fara af en það gerir fótboltaliðið þitt ekki.
Svona mætti lengi telja svo hugsaðu þig um áður en þú kaupir flugeldana hverja þú villt styrkja.