Það hefur svo lengi sem elstu menn muna sú hefð í heiðri höfð, að gangi maður fyrirvaralaust úr starfi, er vinnuveitanda heimillt að halda eftir ákveðnum hluta launa viðkomandi starfsmanns.
Þetta þekki ég á eigin skinni frá því ég var ungur og flakkaði milli vinnustaða þegar næga vinnu var að hafa. Reyndar ekki nema einu sinni sem þetta kom fyrir en átti fullan rétt á sér í það skiptið.
Í dag blasir við manni grímulaus sú spilling sem þrífst í embættismannakerfinu hér á landi. Þar ganga menn fyrirvaralaust úr starfi sínu þar sem mánaðarlaunin eru allt að tíföld laun þeirra sem lægstar hafa tekjurnar og þeir eru ekki hýrudregnir.
Nei. Þeim er umbunaði svo um munar. Geta hangið heima hjá sér í heilt ár eða meira á fullum launum.
Besta dæmið og það dæmi sem sannar hversu eðlileg spillingin er í flestra huga í þessu þjóðfélagi er orðin, var þegar Páll Magnússon sagði starfi sínu lausu sem útvarpsstjóri á Rúv og labbaði sér út.
Hann var ekki hýrudreginn. Nei. Það þótti sjálfsagt að hann fengi full laun í heilt ár frá og með þeim degi sem hann gekk út. 14,6 miljónir af skattfé landsmanna.
Þetta eru peningar sem ég, þú og allir sem greiða skatt í þessu landi borga þessum gjörspillta manni næsta árið.
Finnst fólki þetta eðlilegt og sjálfsagt?
Ekki mér.
Þetta er, börnin mín, spilling af verstu sort.