Það tekur alltaf smá tíma að koma öllu í gang og þar sem þetta kerfi er ekki með íslenska þýðingu, eða öllu heldur sá sem hafði þýtt þetta er hættur því og því þarf undirritaður að þýða allt kerfið upp á nýtt enda nokkrar útgáfur síðan þetta kerfi hefur verið sett yfir á íslensku.
Allt kemur þetta til með að taka sinn tíma en þangað til verður bætt við þeim viðbótum sem áætlað er að nota sem og stílfæra síðuna þangað til hún er komin í það form sem undirritaður vill hafa hana.
Spennandi og skemmtilegt verkefni framundan í þessu sem og svo mörgu öðru sem undirritaður er með í gangi svo endilega kíkja sem oftast hingað inn.