Aldraðir og öryrkjar fá enga úrlausn sinna mála á þessu þingi

Verður þetta algengari sjón í borginni á næstu mánuðum?

Verður þetta algengari sjón í borginni á næstu mánuðum?

Það er nokkuð ljóst nú þegar aðeins öfáir dagar eru eftir af störfum alþingis að ekkert verður aðhafst í málum þeirra sem verst standa í þessu þjóðfélagi.
Það fólk sem þarf að lifa af á strípuðum bótum frá ríkinu fær enga úrlausn sinna mála og enn fær TR fullt leyfi til að stela meirihluta þeirra fjármuna þeirra sem fá úr lífeyrissjóðum, eða allt að 80% í formi skerðinga á lífeyri sem TR greiðir.  Þetta er ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður, undirritaður og stimplaður af stjórnvöldum og Forseta Íslands í formi lagasetninga.

Það verður því fróðlegt að sjá á hausti komandi þegar þing kemur saman á ný, hvað gerist í þeim málum og hvort láglaunahóparnir verða áfram settir á ís af stjórnvöldum þar sem þeir geta étið það sem úti frýs meðan auðmenn og elíta landsins fær hvern bónusinn frá auðmannastjórninni sem nú situr við völd.

Það er hrein og bein skömm að svona aumingjar skuli stjórna landinu.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Updated: 14. maí 2014 — 10:48