Afskiptasemi og frekja sumra eiga sér engin mörk

Afskiptasemi og frekja sumra á sér engin mörk.

Afskiptasemi og frekja sumra á sér engin mörk.

Afskiptasemi og frekja sumra einstaklinga er með hreinum ólíkindum.  Hvern fjandann kemur fólki það almennt við ef konur bjóða mökum sínum í einkasamkvæmi þar sem ólofuðum er ekki heimill aðgangur?
Er það mismunun?
Nei það er réttur þeirra sem eru giftir að halda hópinn og skemmta sér saman án þess að einhver greddukvikindi séu að snuðra meðal gifts fólks og reyna fá pot.

Nú logar allt í deilum út af svona einkasamkvæmi sem á sér stað á Bolungarvík þar sem giftar konur bjóða mökum sínum til veislu.  Nei til þorrablóts.
Og af því það er kallað þorrablót þá rísa upp sjálfskipaðir, fordómafullir fulltrúar þeirra sem hæst grenja um mismunun og tala um íhaldssemi, útskúfun í skjóli hefða og menningarbundið ofbeldi.

Maður spyr sig hvort það séu engin takmörk fyrir heimsku fólks?
Jafnvel velmenntað fólk sem ætti nú að vita sínu viti umtrunast og skautar alveg fram hjá þeim staðreyndum sem margoft hafa verið bornar upp.  Þetta er einkapartí þar sem giftar konur bjóða mökum sínum til skemmtunnar á þorranum, kalla það þorrablót og þar eru einhleypir ekki velkomnir AF SKILJANLEGUM ÁSTÆÐUM!

Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, sagði slíka íhaldssemi líkt og tíðkast með blótið í Bolungarvík vera ekkert nema útskúfun og mismunum í skjóli hefða. „Fræðilegt hugtak yfir það er menningarbundið ofbeldi,“ sagði Freyja í athugasemd við hugleiðingu Soffíu Vagnsdóttur, skólastjóra Grunnskólans í Bolungarvík.

Ef ákveðið væri að fráskildir og einhleypir mættu mæta til blótsins, þýðir það að boð eiginkonu til eiginmanns yrði úr sögunni.  Ef allir í Bolungarvík mega mæta á blótið, af hverju ætti þá aðeins að bjóða giftum karlmönnum í sambúð sérstaklega? Af hverju ættu eiginkonurnar aðeins að taka sér vald gagnvart þeim en ekki öðrum karlmönnum, fráskildum og einhleypum? Og hver ætti svo sem að bjóða þeim? Þátttökureglan virðist hverfast um samband eiginmanns og eiginkonu, eða konu og karls í sambúð. Konan í sambandinu heldur í taumana á því augnabliki sem hún stendur í gættinni og gæti meinað maka sínum að mæta með sér á blótið, en ákveður síðan að leyfa honum að vera með.

Mín persónulega skoðun er sú, að þeir sem telja sig hafa vit fyrir Bovlíkingum í þessu efni ættu að staldra við spá aðeins í það hvað þeir eru að haga sér barnalega.  Eiginlega bara frekar hvað þeir eru mikil fífl og frekjur.
Þetta kemur þeim ekki nokkurn skapaðn hlut við á nokkurn hátt og réttast hefði þeim í upphafi verið nær að grjóthalda kjafti heldur en að gera sig að algerum fávitum í þessu máli eins og sumir þeirra hafa þegar gert.

Þetta eru eiginkonur að bjóða mönnum sínum í lokað samkvæmi, fíflin ykkar og ykkur varðar ekki rassgat um það.

Updated: 11. janúar 2014 — 14:53