Af hverju Svíþjóð?

Bostadstyp Villa
Boarea 62 m²
Tomtarea 1,1 ha tomt
Byggår 1909
Myndin tengist pistlinum
ekki beint.

Í tvö ár hefur stefnan verið sett á það að flytja til Svíþjóðar og setjast að þar til loka þessarar jarðvistar en ýmsir hlutir hafa komið í veg fyrir að úr þeim flutningum hafi orðið, enn sem komið er.  En nú hyllir undir það að af þessu geti orðið og ég held að útslagið hafi verið símtal sem ég átti við fasteignasvið bankans sem ég með viðskipti við í Svíþjóð.

Ég er búinn að vera með augastað á húskofa í litlum bæ um miðbik Svíþjóðar og hef hvað eftir annað reiknað út hvað það mundi kosta mig að kaupa hann með 85% láni og niðurstöðurnar hafa alltaf verið á sama veg.  50 ár eini lánstíminn sem forritið gefur upp og ekkert hægt að hrófla við því.  Það endaði náttúrulega bara með því að hringt var út og kafað í málið og látið reikna út fyrir mig hvað ég væri að borga miðað við 20 ára lánstíma með hámarksvöxtum, 5,5% á lánstímanum.
Þess má geta að vextir í dag eru rétt um 2% en það er alltaf miðað við hámarksvexti við útreikninga lána.

Niðurstaðan var sláandi svo ekki sé meira sagt.
Af 4,5 milljónum íslenskum krónum væri ég að borga rétt um 48 þúsund krónur á mánuði af láninu með 5,5% vöxtum en af raunvöxtum í dag væri ég að borga um 34. þúsund krónur.
Rekstrarkostnaður af húsinu er áætlaður um 10 þúsund á mánuði.
Við undirritun kaupsamnings þyrfti ég að borga út um 870. þúsund íslenskar flotkrónur.

Eina vitið er að staðsetja sig utan við borgirnar ef maður ætlar að ráða við að kaupa fasteign því verðlag í borgunum er gífurlega hátt.  Bílar eru heldur ekki dýrir í Svíþjóð og ef maður á nýlegan og góðan bíl, þá borgar sig að taka hann með því hann skráist sem hluti af búslóð ef maður hefur verið skráður eigandi hér á landi í meira en sex mánuði.

Hér eru niðurstöður leitar að einbýlishúsum og jörðum upp að 500. þúsund sænskum krónum en forsendum má breyta í leitarvélinni.

Ég hef áður skrifað um verðlag í Svíþjóð og það er bara staðreynd, eins og flestir vita, að verð á mat og nauðsynjum er að meðaltali helmingi til þrisvar sinnum lægra í Svíþjóð en hér á landi og gæði matvæla, þá sér í lagi ávaxta og grænmetis er margfallt meira heldur en hér.

Ég gæti skrifað hér margt annað máli mínu til stuðnings en læt staðar numið í bili því ég ætla að nota þessa síðu mína í framtíðinni til að skrifa um flutningana og lífið úti þegar þegar ég verð fluttur.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 22. janúar 2017 — 10:53