Frekjan, yfirgangurinn og drullusokkshátturinn í ölgerðinni Egill Skallagrímsson á sér fá ef þá nokkur takmörk.
Nú hóta þeir Føroya Bjór málssókn, hætti fyrirtækið ekki undir eins að selja Føroya Bjór Gull á Íslandi.
„Við höfum selt Føroya Bjór Gull á Íslandi síðan 1981 og enginn hefur mótmælt því,“ segir Einar í viðtalinu. Hann bendir þar á að búið sé að brugga Føroya Bjór Gull frá árinu 1980, langt áður en Ölgerðin hóf að selja bjór undir nafninu Gull. „Þannig að kannski ættum við að fara í mál við þá fyrir að hafa stolið gull-nafninu af okkur,“ sagði Einar.
Varðandi staðhæfingu Einars um að Føroya Bjór hafi byrjað að nota nafnið á undan Ölgerðinni segist Andri Þór ekki geta sagt neitt um það, en bendir á að Ölgerðin hafi selt Gull frá fyrsta degi frá því að bjór hafi verið leyfður í landinu, þann 1. mars árið 1989. „En aðal atriði málsins er kannski að Gull er skrásett vörumerki í okkar eigu,“ segir Andri. „En ég er ekkert í einhverju stríði við Einar,“ bætir hann við að lokum.
Hvað er það annað en hóta stríði með svona yfirlýsingum?
Framleiðir ekki Víking gull líka og Thule?
Ölgerðin ætti bara að breyta um nafn á Gullinu og kalla hann Sull enda væri það réttnefni á þessum óþvera sem þeir kalla bjór.