Æsifréttamennska um ekkert

Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar tvö gerði sig rækilega að fífli í fréttum stöðvarinar í gær þegar hann flaug í þyrlu yfir mögulegt gossvæði milli Keilis og Litla hrúts á Reykjanesi.

Æsifréttastíllinn og lýsingarnar hvað mögulega gæti gerst og hvernig voru með þeim hætti að um mann fór aulahrollur.

Það sorglegasta við þetta er síðan að svona fréttaflutningur gerir ekkert annað en ala á ótta þeirra sem hafa lítið vit og enn minni skilning á því sem þarna er í gangi enda flumbrugangurinn, æsingurinn og bullið í þessum svokallaða fréttamanni með slíkum ólíkindum að ætla mætti að Reykjanesskaginn væri hreinlega að rifna frá meginlandinu með hamförum sem legðu hálft landið í eyði.

Svona gerfifréttamennsku og þá sérstaklega Kristján Má þarf að stoppa og reka tappa í báða enda á svona fávitum því þeir eru ekki að flytja fréttir heldur búa til æsing og ótta og eiga að skammast sín fyrir hátterni sitt því samkvæmt siðareglum blaða og fréttamanna er þeirra hlutverk að veita upplýsingar til almennings á hlutlausan hátt.

Það var Kristján ekki að gera.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 4. mars 2021 — 08:42