Samfylkingin á Suðurnesjum fór heldur betur illa að ráði sínu á dögunum þegar hún sendi út beiðni til félagsmanna sinna um fjárhagsstyrk.
Einn af þeim sem fékk sent bréf heim til sín sendi þeim opið bréf sem hefur gengið milli fólks á netinu, enda má segja að þetta sníkjubréf sé flokknum til háborinar skammar. Sá sem um ræðir er nefnilega 65 ára gamall, búinn að vera atvinnulaus í fjögur ár og hefur missts allt sitt.
Hann er ekkert að skafa utan af því hvað honum finnst um vinnubrögð Samfylkingarinnar og framkomu flokksins við fólk á suðurnesjum frá því flokkurinn komst til valda. Honum er stórlega misboðið og segir að þó ekki sé um stóra upphæð að ræða, þá ætli hann að nota þessa upphæð sem flokkurinn er að reyna að sníkja, heilar fimm þúsund krónur, í eitthvað skynsamlegt.
Bréfið má lesa hér í heild sinni.