Leigufélög í Svíþjóð

Leiga í Svíþjóð.

Nú hef ég aðeins á síðustu tveim árum verið að skrifa um þrá mína til að flytja erlendis og þá til Svíþjóðar.  Ég hef lagt áherslu á hvað verð á húsnæði er lágt á landsbyggðinni í Svíþjóð en lítið fjallað um leigumarkaðinn, en það kemur til af því að sjálfur hef ég hug á að kaupa mér eign og setjast að til frambúðar en ekki leigja mér húsnæði.  Með því hef ég náttúrulega skilið eftir ákveðn hóp fólks sem langar að prófa að flytja en hefur ekki hug á að kaupa.
Úr þessu verður bætt núna að einhverju leyti.

Ég rakst á innlegg sem deilt var á Pirataspjallið á Facebook í gær en sá ekki fyrr en núna og það er alveg þess virði að skoða það innlegg nánar því þar er farið vel í leigufélag í einni kommúnu í Svíþjóð og sýnt fram á hvernig leigufélagið þar er starfrækt sem og leiguverð á íbúðunum sem þar eru í boði.

Hultsfred í smálöndum Svíþjóðar er sögusvið ævintýra Emils í Lönneberga. ‘ibúafjöldi Hultsfred er svipaður og í Reykjanesbæ á Íslandi ,eða um 14.000 manns

Hultsfred er eitt af 290 „Kommúnum “ (sveitarfélögum) Svíþjóðar.
Sveitarfe´lagið veitir íbúum sínum hefðbundna þjónustu og útvegar lífsnauðsynjar eins og vatn, orku osfrv. á kostnaðarverði.

Eins og flest sveitarfélög landsins er Hultsfred einnig með húsnæði á boðstólum fyrir íbúa sína. Þetta eru leiguíbúðir reknar án eiginlegra hagnaðarsjónarmiða.

Reksturinn stendur undir sér og dekkar viðhald eignanna og fjölgun íbúða eftir þörfum. En það er ekki tekinn út hagnaður úr rekstrinum. Litið er á starfsemina sem hverja aðra lífsnauðsynlega þjónustu við íbúa svæðisins. Húsnæði er jú lífsnauðsyn.

Leigufélag Hultsfred heitir Hultsfred bostader (HB) Félagið rekur 1677 íbúðir innann marka sveitarfélagsins. Til fróðleiks geta talnaglöggir menn borið saman þetta hlutfall Íbúafjölda (Ca 14.000. manns ) og fjölda opinberra leiguíbúða á svæðinu ( ca 1700 stk) við Íslenska bæi og borgir.

Leigufélag Hultsfred er eitt af hundruðum eða þúsundum „Not for profit “ leigufélaga sem eru rekin út um alla Skandinavíu.
Í Svíþjóð einni eru yfir miljón leiguíbúðir reknar í þessu formi.
Flestir Íslendingar sem hafa lært eða starfað í Skandinavíu hafa á einhverju tímabili búið í Íbúðum eins og lýst er að ofan.

Þegar eignabóla hrunsins sprakk framan í andlit Íslendinga opinberaði sig risastór kerfisvilla :

Allt of hátt séreignarhlutfall. Fullkomin skortur á „Not for profit“ húsnæðislausnum, sem áratuga reynsla er komin á í Skandinavíu.

Í þessu ljósi er þögnin um „not for profit “ leiguíbúðir æpandi á Íslandi.

Sem dæmi í Hultsfred eru til leigu íbúðir hjá opinberu leigufélagi
Ótakmarkaður leigutími, Engin efri ekjumörk eða trygging. Fyrirframgreiðsla einn mánuður.

Upphæðir hér að neðan eru í Íslenskum krónum.

1 hb 20 fm = 21.600 kr
2 hb 59 fm = 59.700 kr
3 hb 72 fm = 70.170 kr

Síðan er reyndar hægt að finna íbúðir til leigu á frjálsum markaði á vefnum Kvalster.se fyrir þá sem það vilja.

Hópurinn Íslendingar í Svíþjóð er líka mjög hjálplegur ef fólk er að leita sér upplýsinga um hvernig það er að búa í Svíþjóð því með því að fara í listann hægra megin á forsíðunni og smella á „Skrár“ því þar inni er fjöldi skjala, tengla og upplýsinga um það sem snýr kerfislega að því að flytja til búa og starfa í Svíþjóð.

Sennilega vantar eitthvað hjá mér í þessa upptalningu og ef svo er má fólk endilega senda mér nánari upplýsingar um leigufélög hjá kommúnunum í tölvupósti og fleiru sem upp á vantar.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 23. janúar 2017 — 10:42