Að fara til læknis er ekki góð skemmtunn

Sumir læknar vilja bara launin sín.

Það eru sem betur fer ekki allir læknar svona, en því miður eru þeir allt, allt of margir hérlendis.
Það sem hér fer á eftir gæti verið dæmigerð heimsókn til læknis sem er löngu orðinn leiður á starfi sínu og sinnir því þar af leiðandi ekki með þeim hætti sem hann ætti að gera.  Sjálfur hefur undirritaður lent í furðulegustu læknum í gegnum tíðina og má til gamans geta eins sem tók á móti mér á bráðadeildinni í Fossvogi 1999 þegar ég kom þangað nánast meðvitundarlaus af bakverkjum.

Hann hlustaði ekki á eitt orð af því sem ég sagði og spurði ekki einu sinni hvað hefði komið fyrir mig og ætlaði bara að henda mér út með uppskrift fyrir verkjalyf.  Í raun var það eina sem hann vildi gera var að troða hitamæli í óæðri endann á mér og taka blóðþrýsting.  Það var ekki fyrr en ég hreinlega öskraði á hann að ef hann hætti ekki að hræra í rassgatinu á mér þá mundi ég draga hann eigið upp fyrir hausinn á honum svo hann yrði að standa á haus við að skíta það sem hann ætti eftir ólifað að hann virtist vakna upp úr sínum tvistaða draumaheimi og gargaði á mig eitthvað sem ég hvorki skildi eða man.  Sem betur fer var deildarlæknirinn staddur fyrir framan stofuna og heyrði það sem gekk á og kom og bjargaði mér frá dvergnum.  Sá spurði mig út í hvað amaði að, hlustaði á mig og sendi mig í rannsókn sem varð til þess að í ljós komu skemmdir á brjóski og hryggjarliðum.

Sæmilega dæmigerð heimsókn til læknis gæti hljóðað eitthvða þessu líkt:

Ég:  Jæja.  Hvað er það svo sem er að mér?
Læknir:  Ekkert.  Þú ert við fína heilsu.
É:  Huhh?  Af hverju stafa þá þessir endalausu verkir?
L:  Ég hef bara ekki minnstu hugmynd um það. (borar í nefið og lítur til lofts eins og niðurstaðan hafi birst skrifuð í loftljósið).
É:  Væri þá ekki ráð að gera einhverjar rannsóknir á því hvers vegna ég er með þessa stöðugu verki?
L:  Til hvers?
É:  Huhh?  Kanski vegna þess að þú ert titlaður sem læknir.
L:  Þar sem ég hef engar upplýsingar um hvað gæti amað að þér þá er bara enginn tilgangur í því að gera neitt meira.
É:  Hmm?  Mundu þá ekki frekari rannsóknir gefa þér meiri upplýsingar til að finna orsökina fyrir þessum verkjum?
L:  Ég veit bara ekki nægjanlega mikið til að vita hvaða rannsóknir ættu að koma að gagni og þar fyrir utan hef ég engar sannannir fyrir því að þú sért með einhverja verki.
É:  Duhh?  Mín orð fyrir því að ég sé með verki duga því ekki sem sönnun fyrir þig að ég sé með verki?
L:  Ég er ansi hræddur um að það sé þannig.
É:  Og það er sem sé ekkert meira sem þú getur gert til að hjálpa mér?
L:  Nei, því miður.  Þetta gera þá 10.500 krónur og þú borgar hjá gjaldkeranum frammi.

Einhver þarna úti sem kannast við þetta?

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 7. maí 2013 — 16:39