Að drulla úr ræðustól alþingis.

Frá alþingi

Alþingi er sú stofnun sem á að sjá um að þjóðfélagið gangi nokkuð snuðrulaust fyrir sig og þar eru sett lög reglur af fólki sem kosið er af almenningi til þeirra starfa.
Þegar fólkið sem situr á alþingi íslendinga er farið að haga sér með þeim hætti sem við sjáum í myndbandinu hér að neðan, þá spyr maður sig á hvaða þroskastigi þetta fólk sé.  Er ræðustóll alþingis virkilega ætlaður til þess, að verulega illa gefnir einstaklingar sem komust inn á þing á fölskum forsendum misnoti hann með þeim hætti sem hér kemur fram?
Á alþingi er ætlast til þess að fólk vinni saman að því að finna lausnir á vandamálum sem steðja að þjóðinni þó svo oft sé fólk ekki sammála því hvaða leiðir skuli fara að lausnum mála en reyni þá að ræða saman með málefnalegum hætti til að finna lausnir en láta það eiga sig að vanvirða þingið og þjóðina með þeim hætti sem þingmaðurinn gerir í þessu myndbandi.
Það, að koma í ræðustól alþingis, drulla með orðum yfir aðra þingmenn og flokka eins og um einhverja keppnisgrein sé að ræða er ekkert annað en rakin aumingjaskapur.  Aumingjaskapur einstaklinga sem kunna ekki að haga sér og bera enga virðingu fyrir kjósendum sínum, samflokksmönnum sínum eða andstæðingum sínum á þingi.  Það sem þó er verst við þetta er sú staðreynd, að þarna er um formann flokks að ræða.  Einmitt einstakling sem ætti að vera fyrirmynd flokksmanna sinna.  Varla hægt að segja annað en þarna fari einstaklega góð fyrirmynd.
En ef þetta á að verða það sem maður kemur til með að sjá í ræðustól alþingis í framtíðinni, þá er illa komið fyrir þeirri stofnun sem og þjóðinni allri.
Þingmenn og ráðherrar verða að snúa við blaðinu og fara að vinna saman að því að leysa ágreiningsmál með einhverjum öðrum hætti en þarna kemur fram því þetta er þeim til háborinar skammar á allan hátt og virðing fólks fyrir þingmönnum er ekki sjálfgefin heldur áunnin.  Þingmenn ættu að hafa það huga í framtíðinni.

Persónulegt álit mitt á Sigmundi eftir að hafa horft á þetta myndband er, að hann ætti sem snarlegast að segja af sér og fá sér vinnu.  Helst þar sem hann þarf ekki að umgangast annað fólk.  Virðingin fyrir honum er nákvæmlega engin og hann kemur ekki til með að fá hana með svona hegðun.  Ég ber meiri virðingu fyrir útigangsfólki heldur en Sigmundi Davíð og í raun flestum þingmönnum og ráðherrum.  Róninn valdi ekki það líf sem hann lifir en hann reynir að gera það besta sem hann getur og spila úr því sem hann hefur á góðan hátt og halda í virðingu sína.  Eitthvað sem þingmenn og ráðherrar halda að sé sjálfgefið.

Ef þjóðin vill fá þingmenn sem eru vandir að virðingu sinni og vilja auka veg þingsins, þá þarf fólk að taka þátt í því að fordæma svona hegðun hvort sem það er SDG eða einhver annar þingmaður sem misnotar ræðustól alþingis með þeim hætti sem gert er í þessu myndbandi.  Ég vil því hvetja fólk til að dreifa þessu myndbandi ásamt því að fordæma svona hegðun.

Góðar stundir.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 26. maí 2012 — 13:37