Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Leigendur rísa upp og stofna samtök

Posted on 15. ágúst 2018
Á götunni 2018.
MYND: Gunnar Karlsson.

Ef þú ert leigjandi og ert að borga himinháa leigu sem setur fjárhaginn í rúst í hverjum mánuði þá á þetta erindi til þín, sama hvar á landinu þú býrð.

Fundurinn er um hvernig leigjendur geta sameinast og myndað sterk samtök til að berjast fyrir öruggu og ódýru húsnæði fyrir alla. Rætt verður um stofnun sérstaks félags leigjenda hjá Félagsbústöðum, sérstök félög leigjenda hjá Heimavöllum og Almenna leigufélaginu og hvernig þessi félög geta komið fram sem samningsaðilar um leiguverð, leigutíma og önnur hagsmunamál leigjenda. Einnig verður rætt um styrkingu Samtaka leigjenda, en aðalfundur félagsins verður innan skamms, og hvernig leigjendur geta tryggt að rödd sín heyrist í samfélaginu. Áhugafólk um samtök leigjenda hjá einstökum félögum (t.d. Brynju, húsfélagi Öryrkjabandalagsins) eða í einstökum byggðarlögum hvatt til að koma og viðra hugmyndir sínar.

Fundurinn hefst kl. 20 mánudagskvöldið 20. ágúst í Borgartúni 1, 2. hæð (gengið inn sjávarmegin).

Allir leigjendur hvattir til að mæta. Líklega hefur enginn hópur í samfélaginu mátt þola meiri kjaraskerðingu og verri réttarstöðu á undanförnum árum en einmitt leigjendur. Það er kominn tími til að leigjendur rís upp, sameinist og hefji kröftugu réttindabaráttu.

Fundinn boða áhugafólk um endurreisn hagsmunabaráttu leigjenda.

DEILIÐ ÞESSU TIL ALLRA SEM ÞIÐ ÞEKKIÐ OG ERU Á LEIGUMARKAÐI EÐA BJÓÐIÐ ÞEIM Á VIÐBURÐINN Á TENGLINUM Í PISTLINUM!

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme