Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Er Blogg Gáttin að deyja?

Posted on 21. febrúar 2015
Skjáskot af Gáttinni.
Skjáskot af Gáttinni.

Ég hef lengi fylgst með Blogg-Gáttinni og er með þessa síðu og nokkrar aðrar skráðar þar inni.  Finnst þægilegt að fylgjast með þar enda margt áhugavert sem maður sæi ekki annars þar sem þarna er öllu haldið vel til haga.

Hins vegar ber svo við núna, að ég skráði tvær síður inn fyrir rúmum tveim vikum en ekkert bólar á að þær birtist í yfirlitinu.
Sendi fyrirspurn á Gáttina fyrir um það bil viku síðan en hef ekkert svar fengið frá stjórnendum eða umsjónarmönnum við henni.

Vissulega er þetta ókeypis þjónusta, en þegar svona langur tími líður án þess að vefir birtist í veitunni og engin svör fást við fyrirspurnum frá manni, þá fer maður að velta fyrir sér hvort það er nokkur að sinna skráningum eða svara fyrirspurnum.

Skal alveg játa að mér finnst þetta bæði hálf lélegt og leiðinlegt en aðalega fyrir umsjónarmenn vefjarins að láta dragast að setja inn nýja vefi og eins að svara ekki fyrirspurnum.

Þar sem ég hef ekki fengið svar við fyrirspurn sem send var inn fyrir viku síðan, þá vona ég að umsjónarmenn Gáttarinar sjái þessa færslu og bretti nú upp ermarnar og taki skurk í að bæta inn þeim vefum sem liggja í bið hjá þeim og svari þeim fyrirspurnum sem komnar eru í pósthólfið.

Mbk, Jack.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme