Á sama tímapunkti og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sagði upp 41 starfsmanni í landvinnslu og á sjó vegna komandi veiðileyfagjads, greiddu hluthafarnir sjálfum sér 850 miljónir króna í arð út úr fyrirtækinu. Þessi upphæð, 850 miljónir er það stór upphæð í peningum, að almenningur á mjög erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað þetta eru raunverulega stór upphæð. Því mun ég taka smá dæmi til að sýna hvað um er að ræða í þessu tilfelli.
Gefum okkur það, að þessar 850 miljónir hefðu verið notaðar til að greiða aðeins þeim 41 starfsmanni sem sparkað var út á guð og gaddinn laun í eitt ár. Þá hefði hlutur hvers og eins orðið 1.727.642,- kr á mánuði eða 20.731.704,- kr á einu ári og ef við reiknum út laun per dag miðað við 21 vinnudag í mánuði þá yrðu daglaunin 82.268,-kr á dag. Tímalaunin yrðu þá heilar 10.283,- kr á tíman.
Sæmileg laun at tarna.
En nei! Siðferðisvitund eiganda og hluthafa er nú ekki meiri en svo, að þeir vilja bara fá sitt og hafa reiknað það út, að það sé betra fyrir fyrirtækið að reka fólk og halda áfram að troða peningum í eigin vasa í stórum stíl og velta sér upp úr vellystingum meðan hægt er að borga þeim sem þræla fyrir fyrirtækið lítil laun og léleg þannig að fólkið rétt geti skrimt.
Af þeim aðgerðum sem Vinnslustöðin hefur brugðið á, þá ætti öllum að vera ljóst, að um pólitískar aðgerðir er að ræða enda er þetta veiðileyfagjald ekki einu sinni komið á og verður ekki sett á fyrr en á nýju kvótaári sem hefst í September komandi.
Það verður því ekki annað séð, en þarna sé aðeins um græðgi eiganda og hluthafa að ræða, þeir vilja sitt og engar refjar.
http://www.vsv.is/image/company_logo?img_id=liferay.com