Ekið yfir fót sjötugs manns við Gálgahraun

1412 Skoðað

Ómar borin burt af lögreglu.
Ómar borin burt af lögreglu.

Á samfélagsmiðlinum Facebook er síða sem heitir Verndum Gálgahraun og þar hefur verið sagt frá því að í gær hafi starfsmaður Íslenskra Aðalverktaka ekið yfir fót sjötugs vegfaranda.  Hann hafi leitað til lögreglu á svæðinu en hún hafi enga aðstoð viljað veita viðkomandi og starfsmaðurinn þóttist heldur ekki kannast við að hafa ekið yfir fót mannsins.
Einhver kom honum til hjálpar og á slysadeild þar sem kom í ljós að fóturinn var óbrotinn en stokkbólgin.
Atvikið hefur verið kært til lögreglu.

Ef eina hlutverk lögreglunar er að verja vinnuvélarnar og ryðja þeim leið í gegnum hraunið vegna skipana frá æðri stöðum, (Innanríkisráðuneytinu eða Vegagerðinni), fjarlægja fólk með valdi og tuddaskap og jafnvel slasa það, þá er verkilega illa komið fyrir lögreglunni hér á landi og hún með öllu óhæf til að rækja sitt hlutverk.
Það eru nefnilega einmitt svona fréttir sem gera það að verkum að fókl er löngu hætt að bera virðingu fyrir lögreglunni og lögreglan er ekkert að bæta ástandið með því að neita að ræða einstök mál eða það sem verra er, játa á sig mistök og afglöp í meðferð þeirra mála sem hún fær inn á borð hjá sér.

1412 Skoðað