Ammælisrantur fýlupúkans

Svarthol Hugans

Ammælisrantur fýlupúkans

Skoðað: 1890

Sálfræðingurinn minn og geðlæknir.

Ég á ammæli.  Er orðinn hundgamall eða tvö ár yfir hálfa öld frá og með deginum í dag og má þakka fyrir að vera á lífi eftir að ljós kom á síðasta ári að aðeins önnur kransæðin var óstífluð að 20%.  En hey!  20% þýðir að það kemst enn smá blóð í gegn og það rétt hélt mér á lífi.
Mér leiðast ammæli, (það er viljandi gert að skrifa þetta svona en ekki afmæli eins og lög gera ráð fyrir) vegna þess að þegar ég var að alast upp, lengst úti í sveit þar sem maður sá varla annað en foreldrana, hundana, kettina, hænsnin, hesta, kýr og kindur langtímum saman þá varð maður gjörsamlega óðamála ef einhver álpaðist í heimsókn og kjaftaði nánast hvern sem var í rot á nokkrum sekúndum.
Mér var stundum sagt að ég væri leiðinlegur krakki því ég var bæði forvitinn og spurull, einskonar „Gutti“ eins og guttavísurnar segja söguna af, enda átti ég til að vera langt fram eftir aldri frekar ýkinn á eigin afrek.

Það að eiga afmæli, einnangraður út í sveit að vetri til er engin sérstök skemmtunn.
Það var jú bakað og haldið upp á daginn en fáir mættu enda yfirleitt kolbilað veður þann dag sem haldið var upp á herlegheitin svo það var ekki hundi út sigandi, hvað þá annað þó fólkið skrölti í fjós og fjárhús og pabbi heitinn þurfti að draga mig með sér í hífandi norðabyljunum svo ég sveiflaðist eins og fáni á stöng aftur af honum.

Þegar ég var sjö ára fékk ég náðarsamlegast að fara í skóla og hlakkaði mikið til þess enda hafði ég frétt af því að þar væri fullt af krökkum á mínum aldri og alveg upp í fullorðna krakka, næstum sextán ára.
Var bæði spenntur og skíthræddur að fara að heiman í fyrsta sinn á ævinni og það í tvær heilar vikur.

Skólinn varð röð vonbrigða frá fyrstu mínútu sem varði næstu 9 árin og ammælisdagur í skólanum var eitthvað sem ég lærði smátt og smátt að hata meira en allt annað.  Stríðni var það kallað þá en mundi flokkast sem grófasta og harðasta einelti í dag.  Ætla ekki að fara neitt út í þá sálma eða rifja það upp hvernig mín skólaganga var en það tók mig meira en 10 ár að læra almennilega mannleg samskipti í vinnu og umgengni við vinnufélaga.

Þegar ég varð 25 ára hélt ég upp á afmælið mitt í góðra vina hóp en það endaði með gistingu í Hverfissteininum fyrir afbrot sem ég framdi ekki einu sinni.
Síðan þá hef ég harðneitað að halda upp á afmælið mitt.
Ammæli eru stórlega ofmetin enda er þetta bara tala og hækkandi aldur eftir því sem maður snýst fleiri hringi í kringum sólina þar til daginn sem maður hrekkur upp af.  Þá má hætta að telja.

Ég hafði reyndar stór plön um að halda upp á fimmtugsammælið en hætti sem betur fer við það.  Hafði huxað mér að panta Sniglabandið og taka á leigu sal með veitingum og öllum pakkanum, en helvítis bankinn vildi ekki lána mér fyrir þeim kostnaði.  Þeir vissu svo sem alveg jafn vel og ég, að ég væri aldrei borgunarmaður fyrir því, helvítis öryrkjaauminginn á lúsabótum frá ríkinu.
Kalla mig heppinn að hafa sloppið við allt það vesen hvort sem er og þegar vinir og kunningjar spurðu mig hvort ekki væri veizla í vændum, spurði ég á móti hvort þeir ætluðu að borga fyrir húsnæði, veitingar og vín, þá voru þeir fljótir að láta sig hverfa eða slepptu því að svara.

Ég er búinn að búa á Selfossi í rúmlega fimm ár og ég held að það sé teljandi fingrum annarar handar þeir „vinir“ sem hafa komið í heimsókn, jafnvel þó þeir séu oft á ferðinni í gegnum bæinn og ekki nema 300 metra krókur að kíkja í kaffi, en þeir mega aldrei vera að því.  Þeir eru nebbblega svo rosalega mikið að flýta sér.  Hraðinn á lífinu er orðinn svo mikill hérna að fólk hefur ekki lengur tíma fyrir vini sína, hvað þá heldur kunninga og þaðan af síður fjölskylduna, (ef svoleiðis fyrirbæri er þá til staðar).  Ættingjar eru húmbúkk sem þarf ekkert að sinna frekar en því sem maður át í gær og er búinn að skila af sér og skeina restina burt.
Ljótt að segja þetta en því miður staðreynd.  Konan mín upplifir sína ættingja nefnilega á þann háttinn og það geri ég líka.

Ég er löngu hættur að hafa neitt samneyti við ættingja mína.
Leiðindarpakk upp til hópa allt saman, sérstaklega föðurættin sem alla tíð hefur séð mig sem bastarð og afætu af því ég er ættleiddur.  Nenni ekki þannig fólki enda afspyrnu leiðinlegt og það er hreinlega bara pínlegt og vandræðalegt að neyðast til að koma saman með því, hvort sem það er í jarðarförum eða mæta því á förnum vegi.  Mæti aldrei í stórammæli eða brúðkaup, skýrn eða nokkurn hlut hjá þessu fókli.
Auðvita er einn og einn sem hægt er að umgangast af þessum ættingjum mínum, en bara lítið í einu og helst sem styðst.

Svo er náttúrulega búið að vera á döfinni síðustu tvö ár að flytja erlendis og það er allt útlit fyrir að það hreinlega bara gerist á þessu ári.
Nýjar upplýsingar og grúsk af minni hálfu hafa skilað sér í því að nú er þetta raunverulegur kostur þó svo hesthúsið sé ekki selt.
Alveg skal ég veðja að þá vilja ættingjar og vinir heimskja mann í búnkum, kippum og hópum.

Annars svona til að auglýsa það einu sinni enn, hentu í mig fimm millum og ég afhendi þér hesthús á selfossi í staðinn.  Er það ekki góður díll?
Það þarf að klára að gera það upp, niðurrifi er loks lokið og það er hægt að fara að byggja upp núna og ganga frá.
Ég er sjálfur búinn að eyða í það tveim millum, skipta um þak, (gert af fagmönnum) og laga ýmsa innviði sem voru í molum, öllu heldur dufti og hægt að taka hreinlega í nefið, styrkja laga og bæta helling.  Á reyndar eftir að einangra loft og veggi, uþb. 70+ fermetra og byggja kaffistofu.  Næstu vikur fara einmitt í að laga til og skipuleggja um leið framhaldið en ég held að enginn ætti að vera svikin af því að kaupa þetta af mér.

Nenni þessu ekki lengur en læt fylgja framhaldsvísur af Gutta, ekki mér, í restina.
Textinn er bráðfyndinn en segir jafnframt um leið hvað hægt er að rústa lífi sínu með því að vaða áfram í eigingirni, frekju og heimóttarskap, öllum til ama og leiðinda.

Og svona er svo Gutti, (ekki ég, þó margur haldi það), 30 árum síðar.

Gutti þrjátíu árum síðar

Senn þið heyrið sögu flutta
sem þó allir hafa frétt.
Reyndar þolið þið ei Gutta,
það er alveg rétt.

Moldfullur er ætíð maður sá,
milli bara ráfar hann á kvöldin til og frá.
Konu sinni unir aldrei hjá
og hann heldur fram hjá henni, já, já, svei mér þá.

Allan daginn út um bæinn
eilíft heyrist hennar breim:
Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti, komdu heim.

Eftir tvo, þrjá, átta stutta
alltaf lendir hann í slag.
Kvalin mjög er kona Gutta,
kveinar sérhvern dag:

Hvað varst þú að gera, Gutti minn?
Gleðikonan, hirti’hún af þér allan peninginn?
Rándýrt er að flengja ræfilinn.
Reifstu svona kjaft við nýja yfirmanninn þinn?

Þú skalt ekki þjóra, Gutti.
Þú þolir ekki meira svall.
Almáttugur, enn sú mæða
að eiga svona karl!

Gutti aldrei gegnir þessu,
með Gretti Sig. hann fer á bar.
Laminn var af trukkalessu
á laugardaginn var.

Alveg hroðalega’í dag hann datt.
Drottinn minn og hjónabandið illa’á vegi statt.
Þar er allt í klessu, er það satt?
Ójá, því er ver og miður, þetta er svo gratt.

Ævi hans er alla daga
ekkert nema skakkaföll.
Enn er þessi angurssaga
ekki næstum öll.

 

Skoðað: 1890

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment