…Það tekur meðalforstjórann í Kauphöllinni rúmlega einn dag að vinna sér inn mánaðartekjur öryrkjans, eldri borgarans eða þess atvinnulausa.
Rúm dagslaun forstjórans eiga að duga hinum í einn mánuð?
…Ríkustu 10% Íslendinga eiga meira af hreinum eignum en allir hinir af þjóðinni, sem eru 90% landsmanna?
…Fjármagnstekjuskatturinn, sem er sá skattur sem hinir ríku greiða helst, er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum?
…Veiðileyfagjöldin, sem helst stóru útgerðirnar borga, lækkuðu um tæp 60% á þremur árum. Árlegur arður sem rennur beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans er hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær?
…Nú búa allt að 35 þúsund Íslendingar við fátækt samkvæmt Hagstofunni? Af þeim eru 10 þúsund börn!
…Það hafa aldrei jafnmargir þurft nú að sækja sér mataraðstoð á Íslandi?
…Það er mjög margt fólk hér á landi sem þarf jafnvel að neita sér um læknisaðstoð og getur ekki veitt börnum sínum það sem jafnöldrum þeirra þykir sjálfsagt.
Þetta fólk býr oft í vondu og jafnvel hættulegu húsnæði?
Höfundur þessa lista hér að ofan er Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður.
Ef þú ætlar að kjósa VG, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn, Viðreisn, Samfylkinguna eða Miðflokkinn, þá ert þú að samþykkja það að viðhalda þessu óréttlæti.