Um leið og ég óska öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla langar mig að minna á að jólahátíðin er ekki einkaeign kikjunar og krisninar.
Jólin eru upphaflega heiðin siður þar sem vetrarsólstöðum var fagnað því á þeim degi var sólargangur stystur og heiðnir menn fögnuðu því að eftir þann dag fór sól hækkandi á lofti með hverjum degi.
Ég tel mig hafa orðið þeirrar gæfu njótandi að gera ekki upp á milli trúarbragða og persónulega er mér nákvæmlega sama á hvaða guði eða goð fólk trúir svo lengi sem það reynir ekki að þvinga mig til að trúa því sama og það eða gagnrýna mitt trúleysi eða annara trú.
Það er mitt álit að þeir sem reyna að þvinga aðra til að fara eftir sínum trúarkenningum séu lítt þroskaðir einstaklingar sem ekki til að bera víðsýni eða umburðarlyndi fyrir öðrum. Fólk sem getur ekki unnt öðrum þess að lifa með kærleikann að leiðarljósi sama hvert trúarritið er.
Þetta höfum við séð allt, allt of mikið af hjá ákveðnum ráðamönnum í þessu þjóðfélagi undanfarið þar sem þeir hreinlega hatast við þá sem hafa ekki sömu trúarskoðanir og þeir og hika ekki við að koma með feitar yfirlýsingar máli sínu til stuðnings. Sé þeim svarað með rökum tryllast þeir og ráðast að persónu manns því rök hafa þeir engin.
Slíku fólki hef ég engan áhuga á að eiga nein samskipti við, hvorki í ræðu né í riti enda hefur það ekki þann andlega þroska til að bera að hægt sé að ræða við það um eitt né neitt.
Skoðum nú aðeins jólin.
Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu.
Úr Wikipedia.
Jól eru ein af trúarhátíðumkristinna manna og ein sú helsta á Norðurlöndunum. Hinn eiginlegi Jóladagur er 25. desember en víða stendur hátíðin yfir frá 24. desember til 5. janúar. Er kirkjuárið almennt talið frá aðventunni, aðfarardögum jóla.
Hátíðin er haldin í minningu fæðingar Jesú, sonar Maríu meyjar. Í kristinni trú er Jesús sonur Guðs (Drottins), Kristur (hinn smurði), Messías, sem spámennirnir sem getið er um í gamla testamentiBiblíunnar spáðu fyrir að myndi koma. Jól eru haldin um allan hinn kristna heim og víða annars staðar, jafnvel þar sem kristni er í miklum minnihluta.
Hátíðin er þó ekki á sama tíma alls staðar. Hjá mótmælendum og rómversk kaþólskum eru jól haldin á jóladag þann 25. desember. Þó byrjar sumstaðar bæði helgi dagsins klukkan 18 á aðfangadag jóla og einnig haldið upp á 26. desember, annan í jólum, Stefánsdag. Í austurkirkjunni eru jólin haldin um það bil hálfum mánuði síðar eða þann 6. janúar sem er eldri dagur fyrir þessa hátíð en 25. desember. Þeir sem miða við 25. desember halda aftur á móti upp á þann dag sem hinn þrettánda dag jóla.
Nóg um það, en hvernig fóru heiðin jól fram?
Á vef vísindavef Háskóla Íslands segir um þau.
Sagnir sem eiga að gerast á heiðnum tíma minnast varla á jól nema í sambandi við veisluhald. Í fornum norskum lögum er mönnum skylt að brugga og eiga öl til jóla. Ástæðan er að konungar ferðuðust oft milli þegna sinna um jólaleytið og þágu hjá þeim veislu. Allt bendir til þess að menn hafi blátt áfram komið saman á jólum til að éta, drekka og vera glaðir.
Lengi mætti telja upp hvernig jólahaldið er tilkomið en ég ætla ekki að þreyta lesendur mína með því þar sem í mínum huga eru jólin tákn friðar og kærleika fyrir alla sem eru þannig þenkjandi.
Æsingafólk og trúarnöttarar sem telja jólin vera einkaeign kristninar geta mín vegna étið það sem úti frýs enda fara þessir sjálfskipuðu siðapostular sjaldnast eftir sínu eigin trúarriti, Biblíunni og undanfarið hefur maður ekki séð þá gera annað í ræðum sínum og ritum en brjóta hvað eftir annað þau boðorð sem trú þeirra setur þeim.
Þannig fólk er ekki hægt að kalla neitt annað en hræsnara.
Og svona til að minna mínu kristnu lesendur, vini og ættingja á boðorðin sem þeir eru svo duglegir að brjóta þvers og kruss, þá set ég þau hér að neðan um leið og ég minni enn og aftur á að jólin eru allra og ekki einkaeign kirkjunar.
Boðorðin 10 (skipting í samræmi við 5. Mósebók):
- Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.
- Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.
- Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.
- Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.
- Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.
- Þú skalt ekki morð fremja.
- Þú skalt ekki drýgja hór.
- Þú skalt ekki stela.
- Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
- Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.
Hvað margir af þeim sem hvað harðast hafa gagnrýnt þá sem aðhyllast enga trú eða aðra trú en kristnina í ræðum og ritum undanfarin misseri hafa orðið uppvísir að því að brjóta á þrem síðast nefndu boðorðunum?
Spáið aðeins í því.
Að lokum, um leið og ég óska öllum vinum, vandamönnum og lesendum mínum gleðilegrar hátíðar með frið og kærleika að leiðarljósi, þá munið þetta. Kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum og með því að gefa hann til vina og þeirra sem standa þér næst færðu hann alltaf endurgoldin.
Gleðilega kærleiks hátíð.