Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Við verðum að vera vakandi í þessum málum

Posted on 1. október 2014
Sjálfstæðismenn hafa aldrei farið leynt með að þeir vilja einka(vina)væða heilbrigðiskerfið. MYND: Gunnar Karlsson.
Sjálfstæðismenn hafa aldrei farið leynt með að þeir vilja einka(vina)væða heilbrigðiskerfið.
MYND: Gunnar Karlsson.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei farið í felur með þá stefnu sína að einkavæða eigi heilbrigðiskerfið, enda eru sjúkdómar og heilbrigði fólks örugg tekjulind fyrir þá sem vilja græða á samfélaginu.
Með þeim gífurlega niðurskurði sem hefur átt sér stað í heilbrigðiskerfinu á síðasta áratug er alveg ljóst að hverju stefnir hér á landi.
Það þarf ekki annað en horfa til Bandaríkjana til að sjá hvernig heilbirgðiskerfið og þjónustan við sjúka og aldraða er þar í landi til að fólk átti sig á því að hverju stefnir hér á landi ef almenningur er ekki á varðbergi og stoppar af þessa þróun með góðu eða illu.

Einkarekstur tíðkast víða í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Fyrirkomulagið er þannig að ríkið er eini kaupandinn. Það ákveður verð þjónustunnar. Kannski eru einhver komugjöld, en þau eru þá á pari við það sem tíðkast annars staðar í kerfinu. Það má nefna sem dæmi að heilsugæslukerfið á höfuðborgarsvæðinu er í raun hrunið. Tugir þúsunda manna hafa engan heimilislækni. Þeim er vísað á læknavaktir þar sem er engin eftirfygni með þeim.

Það sem vekur áhyggjur margra er að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa gengið hart fram í að einkavinavæða ýmiss konar starfsemi, oft með hörmulegum afleiðingum.  Þrýstingurinn er líka mikill frá ýmsum einkavinum flokksins um að fá að græða á heilbrigðiskerfinu. Því er skiljanlegt að mörgum skuli vera órótt, ekki síst í ljósi þess að ráðherrann talar um það sem sjálfsagðan hlut að krefjast hærri greiðslna af þeim sem nota þjónustuna, og það þótt þær séu miklu hærri en í nágrannalöndunum, og valdi nú þegar mörgum miklum vandræðum.

Það bætir svo ekki úr skák að þessi ráðherra, sem heldur því fram að það séu aðrir en ríkið „hæfari“ til að veita heilbrigðisþjónustu, hefur nákvæmlega ekkert fyrir sér í því nema eigin skoðanir á málinu.  Svoleiðis trúarbrögð hjá æðsta valdamanni í þessum málum eru ávísun á hörmungar.

Það er á okkar ábyrgð, almennings, að frjálshyggjupostularnir mega aldrei ná fram þessum markmiðum sínum því það setur ekki aðeins velferðarkerfið í landinu algerlega á hliðina heldur líka skapar það ójöfnuð meðal þeirra sem þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfsins að halda, því meðan þeir sem lægstar hafa tekjurnar hafa ekki efni á því að leita sér læknishjálpar geta þeir efnameiri greitt sérstaklega fyrir það að vera í forgangi þegar þeir þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda.

Deila:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • WhatsApp
  • Print
  • Reddit
  • Share on Tumblr

Svipað efni

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben (2 views)
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
  • Þegar lítið annað er hægt að gera
  • Verbúðarlíf: Formáli
Ajax spinner

Instagram

Fikt https://www.instagram.com/p/CzyU04cof8x/ The TV program today Njomm njomm Ekkert að þjöppunni í Vírdó https://www.instagram.com/p/CyBV3qPI4FI/ 2.5 hours later..... Not perfect but much better Fyrsta röltið í dag

Facebooksíðan mín

Facebooksíðan mín

Færslusafn

Flokkar

Kaffikaupastyrkur

Splæsir þú kaffi?

©2023 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme
 

Loading Comments...