Nú þegar Landsdómur hefur kveðið upp sinn dóm yfir Geir H. Haarde og hvernig hans viðbrögð við dóminum hafa verið, fer maður ósjálfrátt að hugsa um hvort þeir einstaklingar sem við kjósum á þing beri yfir höfuð einhverja virðingu fyrir stjórnarskrá landsins og eins þurfa allir þingmenn að undirrita drengskaparheit þegar þeir setjast á þing.
En er þetta tvennt einskis virði í hugum margra þingmanna? Er það skoðun margra þeirra, að þeir þurfi ekkert að virða stjórnarskrána eða þá að drengskaparheit þeirra snúist um það eitt að koma flokksmeðlimum og vildarvinum síns flokks í sem feitust embætti á vegum flokksins?
Eftir að lögfræðingum fór að fjölga mikið á þingi hefur það verið þeirra helsta keppikefli að koma með lagatúlkanir á öllum málum sem liggja fyrir þinginu og þvæla þar með málum fram og til baka þannig að á endanum skilur enginn neitt í neinu og síst þeir sjálfir. Afleiðingar þessara vinnubragða hafa síðan verið þau, að við sitjum uppi með lög og reglugerðir sem enginn skilur bofs í. Verst er þó þegar farið er að hræra í stjórnarskrá lýðveldisins með lagaflækjum þrátt fyrir að skýrt sé tekið fram, að hún sé yfir lög hafin og lagasetningar sem stangast á við hana séu stjórnlagabrot og brot á stjórnarskrá lýðveldisins.
Í framhaldi af þessu öllu saman fer maður hugsa um siðferði þingmanna. Hafa þeir einhverja siðferðisvitund? Sumir jú en þeir eru flestir algerlega áhrifalausir og vogi þeir sér að láta í ljósi þá skoðun sína að vinnubrögð sitjandi stjórnar séu röng og ekki þjóðinni til hagsældar eru þeir dæmdir í útlegð með rógi, lygum og mannorð þeirra svert á allan þann hátt sem hægt er. Við horfðum nánast daglega upp á slík vinnubrögð í stjórnartíð Davíðs Oddsonar sem forsætisráðherra. Greyið Geir reyndi síðan að haga sér eins og átrúnaðargoðið í viðtölum en kom út sem fávís og heimskur trúður við þær tilraunir. Hann reyndi síðan sama leikinn eftir dómur féll í Landsdómi og lýsti sig sigurvegara eftir réttarhöldin þrátt fyrir hafa verið dæmdur fyrir brot á stjórnarskrá lýðveldisins. Er það hroki eða heimska?
Bæði segi ég og í mínum huga verður hann hér eftir alltaf stimplaður landráðamaður.
Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um þetta mál í bili en mun skrifa meira um það seinna. Hins vegar langar mig að velta upp nokkrum spurningum um framtíð okkar og heim stjórnmála á Íslandi.
Hvert stefnum við með þá stjórnmálaflokka og það fólk sem skipar foristu þeirra eins og staðan er í dag?
Hverjar verða áherzlur flokkana á næstu árum í því að byggja upp það sem Sjálfstæðisflokknum tókst að eyðileggja á átján ára valdatíma sínum?
Fær almenningur nokkurn tíma til baka það sem hann hefur greitt fyrir fjárglæframenn sem fengu ríkisbankana gefins og ryksuguðu þá innanfrá, til baka aftur?
Fá landsmenn einhverntíma heiðarlega stjórnmálamenn sem hugsa um hag þjóðarinnar í stað þeirra loddara sem nú sitja við stjórn landsins og hafa gert síðustu 2 áratugi sem hugsa bara um að hygla sér og sínum og taka ekkert tillit til fólksins í landinu?
Þurfum við virkilega blóðuga byltingu með hreinum aftökum til að losna við þau spillustu sem stija að kjötkötlunum áður en við fáum fólk sem ber hagsmuni fólksins í landinu fyrir brjósti fram yfir sína eigin?
Ég veit það ekki en hitt veit ég, að það kemst ekki friður á í þessu blessaða landi okkar fyrr en réttir aðilar hafa verið dregnir fyrir dóm og dæmdir. Aðilar sem afhentu fjárglæframönnum ríkisbankana og gerðu tilraun til að einkavæða fyrirtæki í eigu sveitarfélaga með þeim afleiðingum að þau urðu næstum gjaldþrota. Einstaklinga sem lögðu niður eftirlitsstofnanir af því þær komu ekki með niðurstöður sem þóknuðust stjórnendum landsins.
Við vitum öll um hverja er að ræða þó það sé ekki sagt upphátt en þrælslund Íslendinga er of rótgróin í suma og því líta þeir á þessa einstaklinga sem guði en ekki breiska menn.
Til þess að hér verði breytingar þurfum við sjálf að breytast og þroskast.
Við, fólkið í landinu þurfum að taka af skarið og losa okkur við sjálfhverfa og siðblinda stjórnmálamenn sem gera landinu ekkert annað en ógagn og skaða það með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi og við þurfum að losa okkur við sjálfhverfa og snarbilaða lögfræðinga út af þingi. Lögfræðinga sem gera þjóðinni meiri skaða en gagn með kjaftæði, rugli og heimsku eins og raunin hefur verið til allt of margra ára.
Við höfum heldur ekkert að gera með fólk á þingi sem hefur alla tíð fengið allt upp í hendurnar og aldrei unnið handtak á æfinni og hefur þar af leiðandi engan skilning á því sem hinn almenni borgari þarf að upplifa í kreppuástandi meðan þeir sjálfir sitja á þingi með miljón í laun og blaðra eins og þeir viti nákvæmlega hvað fólk þarf að ganga í gegnum.
Nei burt með skrumara og siðblinda sjáfshyggjuaumingja af alþingi og fáum fólk með skynsemi, heiðarleika og siðferðið í lagi á þing.
Bönnum flokksræðið og tökum upp persónukosningar. Þjóðinni yrði betur borgið með því heldur en þeim aðilum sem rotta sig saman í bakherbergjum flokksræðisins í rottuholunum sem væri réttnefni á húsum flokkana.