Ég held ég geti fullyrt það, að hvergi nema á Íslandi viðgengst það mannréttindabrot gegn þegnum landsins, að þeir þurfi að bíða í sex mánuði eftir að fá sjúkratryggingu hér á landi eftir að hafa flutt búferlum frá öðru landi.
Á hinum norðurlöndunum gengur hver sem er beint inn í sjúkratryggingakerfið um leið og hann hefur skráð sig í landið og á þá rétt á ÓKEYPIS læknisþjónustu.
Hér á íslandi þarf einstaklingur sem flytur erlendis frá að greiða 7.000 krónur ef hann þarf viðtalstíma hjá lækni og kostnaður getur orðið yfir 70. þúsund þurfi að flytja viðkomandi með sjúkrabifreið.
En með þessu er þó ekki lokið óréttlætinu sem dynur á fólki sem flyst til landsins.
Fólk þarf að skrá lögheimili sitt á íslandi í þjóðskrá, en það er bara eðlilegt, en þar með er ekki öll sagan sögð því það þarf líka að skrá sig í svokallaða tryggingaskrá hjá Tryggingastofnun Ríkisins.
Fólk þar sem sé að skrá sig á tveim mismunandi stöðum og það sem verst er, að fólk er almennt ekki upplýst um þetta þegar það skráir sig inn í landið.
Ríkisstjón okkar hefur frá því hún tók við völdum kennt sig við norræna velferðarstjórn en sannleikurinn varðandi þá tengingu er í meira lagi vafasöm og svona í sannleika sagt, hrein og klár lygi. Það er engin samjöfnuður með íslandi og hinum norðurlandaþjóðunum í heilbrigðis og velferðarmálum. ENGINN!
Berum aðeins saman sjúkratryggingakerfið í Danmörk og á Íslandi þegar þú skrári þig inn í landið.
Danmörk: Þú ferð í ráðhúsið í þeirri kommúnu sem þú flytur til og fyllir út eyðublað með upplýsingum hvaðan þú flytur og hvert ásamt íslensku kennitölunni þinni sem og þú velur þér heimilislækni af lista og skilar því inn. Einni til tveim vikum seinna færð þú svo sent heim sjúkratryggingakort þar sem eru allar upplýsingar um þig ásamt því hvaða lækni þú ert hjá og símanúmerinu á stofunni hans. Þegar þú síðan ferð til læknis, framvísar þú kortinu og borgar ekki krónu fyrir komuna til læknisins.
Ísland: Þú ferð á Hagstofuna/þjóðskrá og skráir þig inn í landið með því að fylla út eyðublað þar sem þú skráir hvaðan þú flytur og hvert og skilar því inn í þeirri góðu trú að nú sé málinu lokið. En nei! Þú átt eftir að fara á Tryggingastofnun Ríkisins eða til fulltrúa þeirra í því bæjarfélagi sem þú býrð í og skrá þig í tryggingaskrá hjá þeim. Gallinn við þetta er bara að það sagði þér enginn frá því að þú þyrftir að gera þetta og það hefur heldur enginn fyrir því að segja þér frá þeirri staðreynd, að þú ert ósjúkratryggður í sex mánuði FRÁ ÞVÍ ÞÚ SKRÁIR ÞIG Í TRYGGINGASKRÁ! Ekki frá þeim degi sem þú skráðir þig inn í landið, heldur þessa tryggingaskrá.
Síðan og ef þú hefur áhuga, getur þú alltaf keypt þér sjúkratryggingu hjá tryggingafélögunum fyrir 60 þús í sex mánuði eða fyrir 10 þús á mánuði. Hreint okur og mannréttindabrot sem þarna eru framin á þegnum landsins af því þeir kusu að flytja aftur „heim“. Fallegt til afspurnar eða hitt þó heldur.
En það er ekki búið þó svo þú sért komin á sjúkratryggingar á íslandi, því þú þarft samt að borga komugjöld til lækna. Þó upphæðin sé kanski ekki há, þá munar fólk um hverja krónu í landi þar sem lægstu laun, atvinnuleysisbætur og lífeyrir er langt fyrir neðan öll viðmiðunarmörk sem hafa verið gerð um hvað fólk þarf að hafa til að geta lifað sæmilegu lífi.
Meðan núverandi stjórn er við völd og heldur til streitu því að vera norræn velferðarstjórn, þá mun ég hlæja mig máttlausan af heimsku þeirra og gráta mig í svefn yfir hroka þeira og blindu á það samfélag sem þau stjórna.
Lífið í fílabeinstruni Jóhönnu og Steingríms hlýtur að vera ljúft því hér á landi er allt í sómanum.
Lifið heil.