„Dreggjar samfélagsins eru nú við völd,“ sagði maður nokkur eftir kosningarnar í fyrra þegar siðspillta auðmannaríkisstjórnin var tekin við völdum.
Ég er sammála þessum manni enda hefur maðu séð það og fundið á eigin skinni hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hagað störfum sínum. Það var engin lygi þegar Vigdís Hauksdóttir sagði eftir kosningarnar að nú yrði þjóðarskútunni kúvent og ný stefna tekinn með framsóknarflokkinn við stýrirð. Það stóð heima og stefnan var tekinn beint í skerjagarðinn aftur þar sem frá var horfið 2007.
Nú er ríkisstjórnin búin að vera við völd í rúmt ár og hefur ekki gert neitt annað – nákvæmlega ekki neitt – en að hlaða undir rassana á auðmönnum landsins á kostnað almennings.
Loforðin sem almenningi voru gefin í aðdraganda kosningana í fyrra hafa öll verið svikin.
Hvert eitt og einasta.
Samt hælir svokallaður forsætisráðherra sér af ýmsum afrekum á heimsmælikvarða um bættan hag þjóðar sem almenningur hefur þó engan veginn orðið var við. Kjör þeirra verst settu í landinu hafa haldið áfram að versna, lán halda bara áfram að hækka þrátt fyrir loforð um annað og verðtryggining er enn til staðar.
Öryrkjar og aðrir lífeyrisþegar hafa ekki fengið neina leiðréttingu aftur í tíman eins og þeim var lofað og kjör þeirra versna með hverjum deginum enda er verðlag í landinu stígandi þó enginn þori að tala um það opinberlega.
Laun stjórnenda hjá fyrirtækjum hækka um þreföld til fimmföld mánaðarlaun lífeyrisþega og SA, Samtök Atvinnulífsins kalla það leiðréttingu á kjörum þeirra.
Viðbjóðsleg hegðun gjörsamlega siðblindra drullusokka sem á sama tíma geta ekki greitt fólkinu á gólfinu mannsæmandi laun, það er að segja þeim sem raunverulega skapa verðmætin innan fyrirtækjana.
„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta,“ sagði Styrmir Gunnarsson í Skýrslunni.
Inn í texta Styrmis vantar mannfyrirlitninguna, valdhrokann, þá nautn sem þetta fólk virðist finna þegar það kremur sína minnstu bræður og systur undir skósólanum um leið og það réttir vinum, vandamönnum og bakhjörlum ríflegar dúsur með hæðnisbros á vör.
Jonas kallar þau bófa, aðrir kalla þetta fólk eitthvað annað. Um þriðjungur kjósenda er haldinn siðblindu og sér ekkert rangt.
Því er ég sammála.
Þetta þjóðfélag er hreint út sagt viðbjóðslegt.
Viðbjóðslegra er þó að hugsa til þess fólks sem kýs þessa spillingarpésa aftur og aftur án þess að skammast sín.
Þetta fólk er ekkert annað en viðbjóðslegir siðspillingar sem ættu ekki að fá að hafa kosningarétt. Hægt væri að nafngreina marga þeirra því margt af þeim er á þínum vinalista á fésbók. Venjulegt fólk við fyrstu sýn en er í raun bæði heimskt og siðspillt.
Það eru nokkrir á mínum vinalista og ég skammast mín fyrir að þekkja þetta fókl.
Dauðskammast mín fyrir að hafa alist upp með fólki sem er svo skemmt í höfðinu að það sér ekki hversu heimskt, spillt og siðblint það er.
Þið vitið hver þið eruð.
Þið kusuð hrunflokkana yfir okkur í síðustu kosningum og standið þétt upp við þetta gjörspillta ógeð sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru sem gerir ykkur sjálf að sömu siðspillingjunum og þeir eru.
Þið þurfið ekkert að vera vinir mínr, því sá sem á svona vini þarfnast ekki óvina.