Trúverðugleika fjölmiðils rústað þegar aðeins hálfur sannleikurinn er sagður

Skjáskot af "frétt" stundarinar.

Skjáskot af „frétt“ stundarinar.

Ég er einn af þeim sem hef til fjölda ára verið mjög tortrygginn á fréttaflutning ákveðina fjölmiðla í landinu og oftar en ekki dregið sannleiksgildi fréttaflutnings þeirra í efa og reynt að afla mér nánari upplýsinga og trúverðugari þegar kemur að ákveðnum upplýsingum sem koma frá stjórnvöldum þessa lands.  Vinnubrögð langflestra fjölmiðlamanna eru því miður svo arfaslök að umfjöllun þeirra er ekki á nokkurn hátt marktæk enda er ekkert haft fyrir því að leita nákvæmra eða „réttra“ upplýsinga sem þjóna hag fólksins í landinu heldur aðeins birt hrátt það sem kemur frá stjórnvöldum án nokkurrar gagnrýni.

Þegar Stundin hóf göngu sína eftir að DV var rústað að undirlagi Framsóknarflokksins þá reiknaði maður með að þar yrði stunduð vönduð og góð blaðamennska enda höfðu þeir sem stóðu að Stundinni stundað mjög öfluga rannsóknarblaðamennsku, svo öfluga að flokkssneplarnir sökuðu þá blaðamenn oftar en ekki um einelti í garð ákveðina einstaklinga þó svo aðeins væri verið að grafast fyrir um sannleikann í málum þeirra og upplýsa um svik, lygar og undirferli sem viðkomandi aðilar voru í raun sekir um en átti að reyna með öllum ráðum að fela.

Ég var einn af þeim, sem þrátt fyrir að eiga erfitt með að láta enda ná saman í mánaðarlegum útgjöldum, ákvað að taka þátt í í því að styrkja stofnun þessa fjölmiðils með áskrift að honum og var ánægður með það.
En það er misjafn sauður í mörgu fé og í gær sprakk bólan þegar „blaðamaður“ Stundarinar notaði stöðufærslu frá mér, sem var skrifuð í reiðiskasti, (með mínu leyfi að vísu) til að kalla eftir vorkunn við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins.  Það hefði verið í lagi ef allt hefði komið fram sem ég sagði við þessa aumingjans stúlkukind sem titlar sig „journalist“ hjá Stundinni en ekki bara hluta af því sem ég sagði henni.

Sannleikurinn er nefnilega sá, að blaðamenn bera gífurlega mikla ábyrgð á því sem þeir láta frá sér og hvernig þeir láta það frá sér.  Penninn er nefnilega tvíbent sverð sem hægt er að beita á hvorn veginn sem skirfari kýs, gegn almenningi ef svo ber undir eða til stuðnings almenningi.  Í þessu tilfelli er verið að nota pennan gegn almenningi, (mér í þessu tilfelli) til að upphefja ráðherra sem hvað eftir annað hefur verið staðinn að rangfærslum og lygum síðan hann komst á þing.
Þannig blaðamennska er óþveraháttur.

Ég benti henni einnig á þá staðreynd að öryrkjar og aldraðir eru skattlagðir langt fram yfir hinn almenna borgara og einnig benti ég henni á að lífeyrissjóstekjum okkar væri rænt af okkur í hverjum einasta mánuði með þeim skerðingum sem lagðar eru á okkur.  Ef ég fengi mínar lífeyrissjóðstekjur, þá kæmist ég sennilega alveg sæmilega af, en staðreyndin er sú að þeim er stolið.  Stolið, stolið, stolið í hverjum mánuði, árum saman af Tryggingastofnun Ríkisins vegna aðgerða þeirra ráðherra sem hafa svikið þessa þjóðfélagshópa árum saman.
En það hentaði ekki að segja frá því, bara að ég hefði hótað ráðherra lífláti og uppnefnt hann sem viðbjóðslegt skordýr og skíthæl en því mótmæli ég harðlega því þetta er ekkert uppnefni, þetta er staðreynd.
Hvað líflátshótun varðar, þá sagðist ég hafa löngun til að drepa einhvern og átti ég ekki við neinn sérstakan í því tilfelli, það hefi allt eins getað verið könguló eða fluga sem ég var að tala um en margir tengja það þó við Bjarna Ben.

Heiðarleiki er fyrsti hlutinn á leiðinni til visku.

Heiðarleiki er fyrsti hlutinn á leiðinni til visku.

Hvað sem því líður, þá er svona blaðamennska ekki viðkomandi fjölmiðli til framdráttar því ég hef í kjölfarið sagt upp áskrift minni að Stundinni í kjölfarið.  Ég þarf jú að nota peninginn til að eiga fyrir hækkunum stjórnvalda á matvörum því ekki hækka örorkubæturnar í tíð þessarar stjórnar sem nú situr, það er morgunljóst en maður finnur alveg að það er gríðarlega þung undiralda í þjóðfélaginu og þeir sem hafa kommentað á „fréttina“ eru margir hverjir harðorðari en ég þegar kemur að byltingartali og maður veltir fyrir sér hvort aðgerðir núverandi stjórnar sé undirrótin að því.
Persónulega er ég hræddur um að það komi að því að einhver „snappi“ og gangi hreint til verks í að „hreinsa“ til í þjóðfélaginu því það er ekki endalaust hægt að brjóta á rétti fólks til að lifa mannsæmandi lífi án þess að eitthvað láti undan.

Sú blaða og fréttamennska sem er stunduð í þessu landi er hreint út sagt ömurleg oft á tíðum og það er ótrúlegt að sjá hvernig allir fjölmiðlar í landinu reyna hvað eftir annað að fegra ástandið og breiða yfir skítinn hjá stjórnmálamönnum í stað þess að vera heiðarlegir og taka á þeim málum sem raunverulega brennur á að fjalla um, eins og málefni öryrkja og alraðara og hvernig er svínað og svindlað á þeim hvern einasta dag ársins.
Hvernig þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða fá enga hjálp í kerfinu og er, þrátt fyrir að vera í sjálfsmorðshugleiðingum hent út af bráðamóttöku geðdeildana.
Hvernig það er verið að rústa heilbrigðiskerfinu til að geta einkavætt það og svo mætti lengi telja.

Ég hélt að Stundin hefði verið stofnuð til þess að fjalla um þessi mál út frá faglegum áherslum en ekki til að eltast við stöðufærslur einstaklinga sem skrifaðar eru í reiðiskasti þegar stjórnvöld sem bera ábyrgð á velferð lífeyrisþega, rífa tugi ef ekki hundruði þúsunda til baka í endurgreiðslur vegna eigin mistaka.
Því miður er Stundin komin niður á sama plan og Fraósknarsnepillinn DV.

Ég leita mér upplýsinga og afla mér gagna. Trúverðugra gagna en ekki eins og margir fjölmiðlamenn sem éta allt hrátt frá ráðherraruslinu, vitandi að flest er upplogið eða falsað í Exel og ber þá sérstaklega að nefna grein sem ég skrifaði í Kvennablaðið 20 jan á þessu ári og er sennilega ein mest lesna greinin á þeim vef.
http://kvennabladid.is/…/illa-launadur-almenningur-i…/

Síðan fær maður þetta í andlitið frá Bjarna Ben og ríkisstjórninni þann fyrsta júní á þessu ári.
https://jack-daniels.is/…/skilabod-fra-rikrastjorninni…/

Matur er orðin munaðarvara sem aldraðir og öryrkjar geta ekki lengur leyft sér að kaupa, þökk sé núverandi ríkisstjórn og þá sérstaklega Bjarna Ben sem fer með stjórn fjármála þessarar ríkisstjórnar.
https://jack-daniels.is/…/matur-verdur-luxusvara-sem…/

Skatturinn sem öryrkjar þurfa að inna af hendi til ríkisins er staðreynd. Um það fjallaði Marinó G. Njálsson í bloggfærslu árið 2012 og ég ýtti því upp á yfirborðið núna í vor.
https://jack-daniels.is/…/lifeyristhegar-greida-oft…/

Að lokum einn pistill frá mér þar sem ég fer yfir sviðið og hvernig við látum arðræna okkur af siðblindu þjófahyski sem situr við völd í landinu. Það er ekki við neinn að sakast aðra en okkur sjálf.
https://jack-daniels.is/…/thjodini-blaedir-og…/

Farið í alla tengla sem vísað er á í þessum pistlum því þannig verður maður upplýstur og þannig lærir maður.
Sá sem ætlar að skrifa umsagnir án þess að kynna sér málin væri betur settur með því að þegja ef ekkert er lesið.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 20. september 2015 — 13:47