Tortryggni

Ég man ekki hvort það var í gær eða morgun, ekki að það skipti neinu máli í sjálfu sér, að ég las um aukna tortryggni í garð frambjóðenda sem ætla að bjóða sig fram til þings í komandi kosningum í haust og það hraut út úr mér; „No shit Hósé?“ eins og þetta ætti að koma einhverjum á óvart, sérstaklega þegar kemur að þeim flokkum sem sitja í stjórn landsins nú þegar enda hver einn og einasti þeirra sekur um að svíkja, ljúga og drulla yfir þjóðina síðustu fjögur árin.

Það er kanski svona tæplega handfylli af fólki sem situr á þingi í dag sem er hafið yfir tortryggni enda hefur það sýnt og sannað að það þolir ekki óheiðarleika, lygar, svik, skrum og hroka og á heiður skilið fyrir það.

En það er mikið af nýju fólki að koma inn ásamt gamla ruslinu úr fjór eða sexflokkinum og allar framboðstilkynningar sem ég hef séð sem dæmi, sérstaklega hjá sjálfstæðisfólki gengur út á að:
A:  Segja aðeins frá því jákvæða við sig, (sem er bæði lítið og skítt)
B:  Passa að segja ekki frá einka(vina)væðingaráformum sínum.
C:  Fara rangt með tölulegar staðreyndir til að fegra málstað sinn, málstað sem byggir nánast eingöngu á lygum.
D:  Fegra staðreyndir um fátækt í landinu, lélega heilbrigðisþjónustu, fjársvelta aðra innviði meðan þau hampa í hástert hvað þau hafa verið dugleg á kjörtímabilinu með tölum og prósentum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum enda þekkja þau það sem þurfa að lifa af á lúsarbótum almannatrygginga, félagslegum bótum og atvinnuleysisbótum því fyrir þetta fólk hafa þessir frambjóðendur sem reyna nú að ná endurkjöri, ekkert gert fyrir og finnst bara sjálfsagt að horfa beint í myndavélarnar og ljúga algjörlega samviskulaust upp í opið geðið á þessum þjóðfélagshópum.

Svo skilur þetta hyski ekkert í því að almenningur sé tortrygginn gagnvart þeim.

Updated: 23. febrúar 2021 — 19:07