Hvað fyndist þér sem þetta lest, að þú gætir átt á hættu að missa atvinnu þína ef þú tjáir þig opinberlega um málefni sem eru stjórnvöldum ekki þóknanleg?
Hvað fyndist þér ef fréttir ríkisfjölmiðils væru ritskoðaðar af stjórnarflokkunum og ráðherrum og aðeins það sem þeim væri þóknanlegt væri frásagnarvert og fengist birt?
Hvað fyndist þér um að hér væri þungvopnuð lögregla sem refsaði fólki fyrir það eitt að tjá sig á neikvæðan hátt um stjórnvöld eða handtæki fólk sem hefði uppi mótmæli gegn stjórnvöldum?
Hvað fyndist þér um að stjórnendur fyrirtækja væru handbendi stjórnvalda og að þeir væru með pólitíska njósnara inni í fyrirtækjum sem sigtuðu út þá sem væru andvígir stjórnvöldum og klöguðu þá til stjórnenda fyrirtækjana með þeim afleiðingum að fólk missti vinnu sína fyrir það að hafa skoðannir sem væru ekki stjórnvöldum eða stjórnendum fyrirtækjana þóknanlegar?
Er þetta sú framtíð sem við getum séð fyrir okkur með núverandi stjórnarflokka við völd?
Svarið getur ekki verið annað en já þegar eftirfarandi listi er skoðaður.
1. Upprifinn Þjóðerniskennd.
Fasista stjórn hættir til að nota stöðugt þjóðrækna ímynd, slagorð og merki-
Þjóðfáninn er allstaðar opinberlegur.Yfirgangur heimastjórnarinnar er aftur útskýrður sem hlutskifti / örlög – óbeðnum mikilleika þröngvað upp á þjóðina með sagnfræði.
Það er þetta sérkennilega megin inntak ábyrgðartilfinningar sem að núna vekur fyrst og fremst upp fascista ríki, þrátt fyrir undanfarandi þvinganir, ekki lengur bundin af alþjóða-skuldbindingum, milliríkja samningum eða lögum.
Þetta var gert algerlega grímulaust af frambjóðendum flokksins sem varð til þess að þeir náðu manni inn.
2. Borið kennsl á óvininn.
Þessi þjóðerniskennd er þekkt sem eining gegn óvininum –
Almenning er safnað saman, sameinaðir í föðurlandsást og/eða gegn einhverri sameiginlegri ógn: Kommunistum, frjálslyndum, kynþáttum, þjóðfræðislegum eða trúarlegum minnihlutahópum, þeim sem eru meira menntaðir, samkynhneigðum, hryðjuverkahópum o.s. frv.
Skilaboð fylkisins eru stundum sett fram á þann hátt að sem auðveldast er að bera kennsl á trúarlega þemað. Þótt ótrúlegt sé þá er þetta tungumál notað jafnvel þegar kenningin sýnir til fullnustu að merkingin sé gjörsamlega hið gagnstæða. Allur ágreiningur er skilgreindur sem “ tekur afstöðu með óvininum”, og þessvegna landráðamaður.
Hversu oft sjáum við þetta ekki hjá hægri flokkunum hér á landi? Það þarf ekki annað en skoða stjórmálaskólla Sjálfstæðisflokksins og þá stefnu sem þar er rekin til að finna fullkomna samsvörun með þessum lið.
3. Réttindi hverfa.
Lítisvirðing fyrir mann- og sjórnmálalegum réttindum-
Fasista stjórnarfar hlúir að tilbúnu óttakenndu andrúmslofti af ásettu ráði, með því að magna upp stress og hræðslu. Borgaranir fyllast eðlilega þörf fyrir öryggi og eru auðveldlega taldir á að hunsa misþyrmingu, allt í nafni öryggis. Þeir fáu sem enn efast, verða fyrir yfirgangi og rógburði með þvingandi aðgerðum. Lagaleg réttindi, ef að einhver eru enn til staðar, eru notuð til kúga fólk til samþykktar möglunarlaust, mætt með einstaka formlegri mótspyrnu.
Dómskerfinu hættir til að verða aðgerðarsinni til stuðnings sjónarmiða ríkisins.
Almenningur horfir oftast framhjá eða jafnvel samþykkir af ákafa að réttindi séu afnumin.
Hugtakið um einstaklingsbundin grundvallarréttindi, er skift út gegn loforðum alræðis ríkisins um öryggi.
Hvernig hefur það ekki alltaf verið undir stjórn hægri flokkana á íslandi? Það er alið á ótta með því að telja fólki trú um að verði hitt og þetta ekki gert að þeirra hætti fari allt hér til fjandans og fólk missi vinnuna, peningar þeirra brenna upp og æfisparnaðurinn verði að engu.
Hrunið árið 2008 tók af allan vafa um að svona stjórnarfar kemur öllu í kalda kol enda hafði þessi stefna verið rekin frá árinu 1996 og alla stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins fram að hruni. Þeirra stefna var sú stefna sem olli í raun hruninu þó svo enginn hægri maður vilji kannast við það í dag en hægt er að fletta upp öllum þingskjölum og ræðum frá þessum tíma á vef Alþingis sem og þau lög og þær reglugerðir sem urðu til þess að hér varð eitt allsherjarhrun.
Framhald á upptalningunni heldur áfram í næsta pistli og þangað til væri gott ef fólk velti þessum þrem atriðum af tólf fyrir sér.