„Það er einmitt gott að þeir efnameiri geti keypt heimilistæki núna og skipt um til þess að þeir efnaminni geti keypt góð heimilistæki á eftirmarkaði á lágu verði“.
Þetta sagði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum á alþingi í gær, 11. des þegar rætt var um hækkun virðisauka á matvæli.
Síðan þá hafa samfélagsmiðlar logað og er ljóst að fólki er svo gjörsamlega misboðið orð þingmannsins og hafa margir hvatt hann til að hreinlega segja af sér vegna þeirra. Mynd af Vilhjálmi ásamt ummælunum hefur gengið ljósum logum á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann hefur fengið yfir sig dembu af ummælum, bæði um greind og siðferði eða öllu heldur siðleysi.
Nokkur dæmi hér að neðan:
Mikið rosalega er þetta góður og fallega hugsandi maður hann Villi Bjarna . Pöpullinn getur gert sér að góðu molana sem falla af allsnæktarborði efnafólksins í elítunni . Væri ekki „sexý“ að skella sér í nærbuxur sem Sigmundur Davíð kemst ekki í lengur . Eða komast í fasta áskrift að ruslatunnum við heimili Bjarna Ben ?
VÁ!!!! ég gékk vibbahroll innan við 25sek eftir að myndbandið byrjaði !! ojj!
x3 innanvið 45sek!.. er ekki í lagi!?
Ertu hissa á að maður hafi fengið krampa í kirkingafingurna?
Villi brauðmoli er viðbjóður.Mér líður eins og að hafa kíkt inn á einhverskonar „absúrd fávitadeild“ eftir að hafa lesið þessa frétt.
Ef einhver var í vafa um að ríkisstjórnin er ríkisstjórn hinna efnameiri, nú þá er Villi verðtryggingin búinn að koma því algerlega á hreint.
Oft hefur hann nafni minn orðið nafninu til skammar að mínu mati því ég óttast að einhverjir rugli mér saman við hann en nú sló hann öll met í hroka og skilningsleysi á aðstæðum þeirra sem minna hafa á milli handanna.
Villi brauðmoli verður hann kallaður hér eftir.
það er ekki einu sinni hægt að vera reiður, þetta er svo heimskulegt að maður hugsar hvar eru heilasellurnar á honum, hann er að stimpla sig út úr pólitíkinni með þessu
Mæli með að allir sendi honum e-mail og spyrji hvort hann viti ekki um notuð heimilistæki.
vilhjalmurb@althingi.isÞetta fer nú að minna á hirð konunganna fyrr á öldum, þegar þeir lifðu í vellystingum og almúginn svalt. Þett getur ekki endað nema á einn veg; fólkið rís upp gegn þessu hyski og tekur völdin……
Sé það altaf betur og betur að þessi maður er rakin drullusokkur!
Sagði hann þetta virkilega??? Er þetta ekki brandari?
Vilhjálmur, einu sinni hafði ég trú á þér, en ekki lengur. Hélt að þú værir betur gefinn en þetta!
Sem sagt þeir efnaminni mega þakka fyrir að fá að hirða molana sem hrynja frá borðum auðmannanna!
Jólagjöfin í ár til þeirra sem minna mega sín!
Verð að taka undir með einum hér: hafði smá álit á skynsemi þessa manns, en það hvarf sem dögg fyrir sólu þegar ég hlustaði á hann þarna!Í austur evrópu er svona drullusokka pólitíkussum fleygt í ruslagám og sendir í endurvinnsluna, þeir komast ekki í góða hirðirinn þeir eru svo mikið rusl
En sá hroki, þessi afglapi á ekki að koma nálægt neinu er varðar þjóina. Hann ætti að skammst sín þessi drullusokkur.
Er þetta ekki gaurinn sem lét glepjast að kaupa bréf í föllnu bönkunum?
Hrokann vantar ekki!
Hverskonar skrípi er þessi fúli maður, jú hann er sjálfstæðismaður og þannig eru flestir í þeim ósanngjarna klúbb. Kominn tími á svona heimskulegan mann.
Ætli þau sem að kusu Sjálfstæðis eða Framsóknarflokkinn í Apríl í fyrra séu sátt við það sem að er að koma upp úr kjörkössunum ?
Og svona heldur þetta áfram við hverja deilingu sem myndin og ummælin hafa verið birt.
Ég get ekki sagt að ég vorkenni manninum og mun aldrei gera það því hann hefur sýnt og sannað með orðum sínum að hann er rakinn skíthæll.
Meira að segja illa gefinn skíthæll í þokkabót.
Segðu af þér. Villi Brauðmoli.