Þingfararkaupið hækkar um hálfa milljón

Staðreyndirnar ljúga ekki.

Staðreyndirnar ljúga ekki.

Það eru aldeilis frábærar fréttir sem slengt er framan í okkur lífeyrisþega síðasta dag mánaðarinns meðan við reynum að finna út hvernig í fjandanum við eigum að komast í gegnum mánuðinn með úllen, dúllen doff aðferðinni til að sjá hvaða reikningar eiga að fara í vanskil þennan mánuðinn og hvort við höfum efni á lífsnauðsynlegum lyfjum sem þarf að kaupa auk þess venjulega sem fólk þarfnast, en það er að sjálfsögðu matur.

Þá kemur frétt á RÚV hvar Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun þingmanna um hálfa milljón á einu bretti og Forseta Íslands í 2.985.000,- krónur á mánuði.
Laun forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi verða 2.021.825 krónur á mánuði og laun annarra ráðherra að meðtöldu þingfararkaupi verða 1.826.273 krónur á mánuði. Laun forsætisráðherra voru áður tæplega 1,5 milljónir en laun forseta voru tæpar 2,5 milljónir.

Ég er svo sem búinn að vera rólegur yfir úrslitum kosningana og ekkert að æsa mig yfir því en ég skal játa að núna fauk verulega í mig því á sama tíma og þetta er ákveðið, þá eru lægstu laun öryrkja og aldraðra 185. Þúsund á mánuði útborgað og hafa aðeins hækkað um 12 til 18 þúsund á þessu ári sem er hreinasta svívirða í alla staði.

Nú er verið að reyna að fara að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar og það verður fróðlegt að sjá hvaða fólk þar verður í forsæti og hvort það tekur þegjandi við sínum launum án þess að líta til okkar sem minnst fáum og hvort það fólk hafi siðferði að setjast á þing og í ráðherrastóla án þess að bæta kjör okkar.

Sjáum til hvað gerist, ekki er ég bjartsýnn að réttlætið nái fram að ganga eftir þessar ömurlegu fréttir af þessum kauphækkunum.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa