Þeir verst settu látnir taka skellinn eina ferðina enn

Ein birtingarmynd af hegðun stjórnvalda.

Ein birtingarmynd af hegðun stjórnvalda.

Maður fann hreinlega hvernig þyturinn fór um landið undir fótum manns þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt fyrir þjóðinni í eldhúsdagsumræðum á alþingi í gærkvöldi.
Þung stuna vonleysis og vonbrigða almennings í landinu var eins og undanfari jarðskjálfta þegar fólki varð ljóst hvað fjárlögin þýða fyrir hinn almenna borgara því enn og aftur eru þeir verst settu í þjóðfélaginu látnir taka á sig auknar byrgðar meðan þeir ríku verða enn ríkari vegna aðgerða stjórnvalda.

Stjórnarherrar þessa lands eru einstaklingar sem aldrei á sinni aumu ævi hafa þurft að hafa nokkurn skapaðan hlut fyrir lífinu og hafa aldrei þurft að vinna ærlegt handtak frá því þeir skriðu inn í þennan heim með silfurskeið í munninum og var pakkað inn í bómull auðs og alsnægta foreldra sinna sem fæstir hafa þurft nokkuð að hafa fyrir lífinu.
Þessir einstaklingar eru siðferðislega brenglaðir og hafa ekki hugmynd um hvernig kjör almennings í landinu eru enda lifa þessir einstaklingar í turni úr fílabeini og kristal, hátt yfir „lýðinn“ hafnir.

En það er ekki bara vonleysið sem fer eins og þytur óheilla og vonleysis um land og haf, heldur einnig reiði.
Reiði vegna þess óréttlætis sem kristallast í því stjórnarfari sem við þurfum að búa við í þessu landi.
Reiði vegna þess að stjórnarherrarnir í heimsku sinni, siðblindu og óheiðarleika geta ekki staðið við neitt sem þeir segja.
Lygarnar streyma fram af munni þeirra og þeir trúa henni sjálfir og þræta jafnvel fyrir að hafa sagt eitthvað annað, einhverntíma áður.
Ábyrgðarlausir með öllu reyna þeir alltaf að kenna öðrum um það sem miður fer þó þeir viti upp á sig skömmina og sökina.
Innanríkisráðherra er eitthvað það besta dæmi um óheiðarleika og siðblindu sem hægt er að benda á í dag.

Þeir sem þekkja söguna vita hvað átt er við.

Þeir sem þekkja söguna vita hvað átt er við.

Nú er enn vegið að lífeyrisþegum í landinu með því að hækka matarskattinn og á móti á að afnema vörugjöld og lækka efra þrep virðisaukans.  Þetta kalla stjórnarherrarnir að bæta kjör almennings í landinu.
Staðreyndin er hins vegar sú, að þetta kemur verst niður á þeim sem minnst hafa enda eru þeir ekki að kaupa flatskjái, jeppa eða aðrar lúxusvörur því þeir hafa einfaldlega ekki efni á því.  Þetta skilja ekki þeir sem aldrei hafa þurft að vinna fyrir sínu en alltaf fengið allt upp í hendurnar endurgjaldslaust.

Nú þegar eru stórir hópar fólks á íslandi sem geta ekki séð fyrir sér á þeim kjörum sem ríkið skammtar þeim.  Þetta fólk á ekki fyrir mat eða lyfjum þegar reikningar hafa verið greiddir.  Þetta skilja stjórnarherrarnir ekki og vilja ekki skilja það af því þeim kemur það ekki við.  Þeir hafa það gott en þeir vilja líka hafa það betra og það gera þeir með því að stjórna með þeim hætti að rýra kjör almennings til að hygla sér og sínum og græða meira.
Þeim er í raun skítsama um fólkið í landinu því eina hugsunin hjá þessu fólki er: „ÉG um MIG frá MÉR til MÍN“.  Siðbrenglunin er meira að segja svo svæsin að þeir hafa orðað það upphátt að þeir séu fæddir til að stjórna og til að ráða.  Slíkar hugsanir er í besta falli hægt að flokka sem geðveilu á háu stigi enda sáum við slíka hugsun hjá þremur leiðtogum á fyrri hluta 20. aldar.  Þeir hétu Stalín, Mussolini og Hitler.
Á íslandi heita þeir Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Vigdís Hauksdóttir og síðast en ekki síst Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hægt væri að telja upp fleiri úr þessum ranni sem tengjast stjórnarflokkunum en öll eiga þau það sameiginlegt að vera meira eða minn geðbrengluð með hugmyndafræði fasisma að leiðarljósi.

Aðgerðum fylgir ábyrgð.

Aðgerðum fylgir ábyrgð.

Við eigum eftir að horfa upp á gífurlega aukningu sjálfsvíga meðal almennings í kjölfar þessa fjárlagafrumvarps og nú kemur bomban.  STJÓRNARHERRAR ÞESSA LANDS ERU EINIR ÁBYRGIR FYRIR HVERJU EINASTA LÍFI SEM GLATAST MEÐ ÞEIM HÆTTI EINS OG ÞEIR SJÁLFIR HAFI SETT SNÖRUNA UM HÁLS ÞESS SEM TEKUR SITT EIGIÐ LÍF!
Þetta er staðreynd sem þeir geta ekki flúið.

Að lokum.
Það er aðeins eitt sem almenningur getur gert í þessari stöðu sem komin er upp og það er að rísa upp á afturlappirnar og hrekja þessa svikara, lygara og lýðskrumara frá völdum með góðu eða illu.
Ef miða má við hvernig Innanríkisráðherra hefur hagað sér í lekamálinu, þá yrði það svo sannarlega ekki friðsöm bylting og hætt við að hún yrði blóðug, því það er staðreynd sem verður ekki neitað eða horft framhjá, að siðblindingjar sjá ekki eigin siðblindu eða að þeir hafi gert neitt rangt og neita því að víkja.  Þeir einir hafa vitið og heimskur almúginn á bara að halda kjafti og gera eins og honum er sagt.

Almenningur þekkir ekki raunverulegan mátt sinn.

Almenningur þekkir ekki raunverulegan mátt sinn.

Kæru landsmenn.
Látum ekki kúga okkur lengur.
Stöndum nú einu sinni saman og komum þessu gjörspilla, siðblinda hyski frá og heimtum þjóðstjórn.  Þjóðstjórn sem er skipuð okkur, fólkinu í landinu en ekki gjörspilltu eiginhagsmunapakki sem eitrar allt sem það snertir á, stelur, lýgur og svíkur.
Líf okkar er að veði núna.

Updated: 11. september 2014 — 10:49