Þegar við skoðum þá þingmenn sem sitja og hafa setið á alþingi okkar íslendinga síðustu áratugi, sjáum við að þar er mýgrútur af hagfræðingum, lögfræðingum, silfurskeiðarbörnum og allskonar fræðingum sem hafa eytt hafa lungann úr sinni æfi á skólabekk og sumir aldrei út fyrir 101 Reykjavík komið. Vita varla hvar Ártúnsbrekkan er, hvað þá annað. Fólk sem er ekki í neinum tengslum við atvinnulífið í landinu eða neitt annað líf sem ekki er á einhvern hátt tengt ,,æðri“ menntunn eða fyrirtækjastjórnun sem allt hefur verið lært af bókinni en aldrei upplifað á eigin skinni.
Hvað eru margir sjómenn, bændur, verkamenn, öryrkjar eða aldraðir á þingi? Fólk sem hefur unnið fyrir sér með höndunum og þekkir af eigin raun þau lífsskilyrði sem meginhluti almennings þarf að lifa við nú um stundir?
Það er mín persónulega skoðun að við þurfum að fá inn á þing fólk sem þekkir hag almennnings, öryrkja og aldraðra af eigin raun og getur sett sig í spor þeirra. Við höfum engann hag af því að hafa á þingi einstaklinga sem hafa aðeins lesið sér til um störf bænda, sjómanna og verkamanna en þekkja ekkert til þessara stétta, kjör þeirra eða vinnutíma og vinnuframlag. Það er of mikið af slíku menntasnobbi á alþingi og það er líka of mikið af einstaklingum sem gera fátt annað en bora í nefið, hirða launin sín en láta lítið sem ekkert til sín taka á þinginu.
Það er algerlega lífsnauðsinlegt að inn á alþingi fari að koma fólk sem þekkir aðstæður og kjör hinna vinnandi stétta í landinu og einnig sem þekkir annað hvort á eigin skinni eða einhvern sér nákominn sem misst hefur heilsuna og neyðist til að lifa af þeim nánasarlegu bótum sem ríkið úthlutar í formi lífeyrisbóta.
Það þarf að stokka upp á alþingi og losna við siðspillta og illa gefna einstaklinga sem lifa í fílabeinsturnum og horfa niður á almenning í landinu með fyrirlitningu en kallar hann samt þjóð sína.
Það þarf að losna við einstaklinga af þingi sem telja að þeir eigi ekkert annað skilið en sitja á ráðherrastóli af því þeir voru fæddir inn í einhverja ætt sem þeir telja hátt yfir aðra hafna og sjálfa sig þar með líka. Einstaklingar sem eru fæddir með silfurskeið í munni og hafa aldrei á sinni aumu æfi unnið ærlegt handtak sem sjómenn, bændur eða verkamenn.
Það þarf að losna við spillinguna undirferlið af alþingi. Spillingu sem kristall í því að færa fjárglæframönnum miljarða á miljarða ofan, afskrifa skuldir þeirra í hrönnum eins og við sjáum nánast daglega og höfum gert frá hruni meðan almenningur er látinn borga brúsann.
Það þarf að ganga harðar fram í að vernda fjölskyldur og heimlin í landinu fyrir þessum glæpafyrirtækjum sem geta ekki einu sinni virt niðurstöður dómsmála en ganga bara harðar fram í að innheimta eignir af fólki sem gerði ekki annað en koma sér þaki yfir höfuðið.
Meðan glæpamenn stjórna landinu fær almenningur aldrei réttlæti eða lausn sinna mála. Láglaunastefnunni verður viðhaldið og lægstu laun verða aldrei mannsæmandi ef við ætlum að kjósa yfir okkur hrunflokkana tvo hvar sitja sem formenn fjárglæframenn sem er nákvæmlega sama um fólkið í landinu en huga bara að því að hygla sér og sínum.
Við þurfum nauðsinlega venjulegt fólk á alþingi. Fólk sem hefur reynslu af lífi alþýðunnar.