Það er boðað til byltingar þann 26. maí næstkomandi á Austuvelli gegnt alþingishúsinu.
Sú gengdarlausa spilling og sérhagsmunapólitík sem þrífst um þessar mundir í þjóðfélaginu hefur orðið til þess að fólk er búið að fá algjörlega nóg af þeirri stjórn sem situr við völd enda er nú svo komið að í landinu búa tvær þjóðir, þeir sem borga sér svo há laun og arðgreiðslur að verkafólki mundi ekki endast ævin til að þéna nema brot af þeim tekjum, því við erum að tala um milljarða á hverju ári í vasa þeirra einstaklinga.
Síðan eru það eigendur banka og lánastofnana sem greiða sér milljónir í laun á hverjum mánuði og að auki bónusa ofan á það sem geta numið heilum mánaðarlaunum að auki. Mánaðarlaunum sem verkamaður er tvö til þrjú ár að vinna sér inn.
Eigendur og stjórnendur stórfyrirtækja með fjölda fólks í vinnu sem greiða sér milljónir í laun en harðneita að borga fólkinu sem skapar verðmætin fyrir þá mannsæmandi laun.
Bestu dæmin um slík fyrirtæki eru útgerðirnar í landinu.
Nú er boðið til byltingar gegn þessum skríl því í stjórn landsins sitja einstaklingar sem vita ekki aura sinna tal, hafa aldrei á sinni aumu ævi unnið ærlegt handtak og hafa engan skilning á því hvað almenningur í landinu þarf að búa við, hvorki kjör hans eða íbúaðarraunir.
Þeir vilja heldur ekki skilja það. Þeir hlusta ekki á almenning og þegar þeim er bent á rangfærslur sem þeir setja fram um aukinn kaupmátt og betri stöðu heimilana í landinu, þá þræta þeir og kalla þá sem mótmæla slíkum málflutningi, dóna eða skríl og loka svo bara augum og eyrum fyrir staðreyndum sem þetta fólk setur fram.
Þessi stjórn þarf og skal fara frá völdum ekki seinna en strax enda hefur hún valdið þessu þjóðfélagi óbætanlegum skaða á þessum tveim árum sem hún hefur setið.
Það er því ákall til allra sem vettlingi geta valdið, að mæta nú á Austurvöll, 26. maí næstkomandi klukkan fimm síðdegis og mótmæla kröfuglega og koma þessari stjórn frá völdum.
Aðeins í krafti fjöldans er það mögulegt og því þarft þú að mæta líka.
Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér og þetta er síðasti séns fyrir íslendinga að afsanna að þeir séu afkomendur bleyðmenna, þræla og aumingja.