Svik stjórnvalda vinda upp á sig

Staðreynd sem ekki er hægt að þræta fyrir.

Staðreynd sem ekki er hægt að þræta fyrir.

Fyrir síðustu kosningar var því lofað af stjórnarflokkunum að bæta hag þeirra sem verst eru staddir í þjóðfélaginu.  Því var meðal annars lofað að tekjutengingar lífeyrisþega yrðu leiðréttar aftur til ársins 2009 og að tekjutengingar yrðu afnumdar.  Aðeins sáralítill hluti þessara loforða hafa verið efndir og í raun aðeins eitt, en það var að aldraðir gætu unnið sér inn heilar 109 þúsund krónur á mánuði án þess að bætur TR myndu skerðast.

Ekkert bólar á öðurm leiðréttingum eða efndum á loforðum.  Lífeyrisþegar þurfa enn að sætta sig við að lifa langt neðan þeirra tekjumarka sem velferðarráðuneytið setur til að fólk komist af.

Og nú ber nýrra við.  Nú skal breyta virðisaukakerfinu.  Nú á að hækka VSK á matvælum.
Hverjir eru það sem koma verst út úr þeim breytingum?
Jú, það eru að sjálfsögðu breiðu bökin.
Lífeyrisþegar og láglaunafólk.

Þetta eru nú efndirnar hjá núverandi ráðamönnum.

Ekkert nema lygarnar og svikin út í gegn.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 19. ágúst 2014 — 06:36