Sturla Jónsson hefur farið mikinn undanfarin ár í samskiptum sínum við Islandsbanka og Sýslumanninn í Reykjavík vegna húseignar sinnar sem átti að bjóða upp á morgunn í þriðja og síðasta sinn en núna síðdegis fékk Sturla símtal frá Sýslumanninum í Reykjavík þar sem honum er tilkynnt að Íslandsbanki hafi fallið frá nauðungarsöluni.
Hvort af henni verður er enn óráðið en eins og staðan er núna, þá er málið alla vega í bið þar til annað kemur í ljós.
Eins og allir vita hefur Sturla farið mikin í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum til að bjarga húseign sinni, vísað í lög og reglur og sýnt ítrekað fram á siðleysi og lögbrot sýslumanns og aðsoðarmanna hans í öllu þessu máli gegn sér.
Hann hefur einnig verið duglegur að hjálpa öðrum sem hafa verið í sömu stöðu og hann og verið óþreytandi í að gefa fólki ráð og hjálpa því að standa á rétti sínum gagnvart bönkum, lánastofnunum og uppboðshöldurum sem hafa ítrekað farið á svig við gildandi lög.
Þetta eru ekkert annað en frábærar fréttir og það er ekki hægt annað en óska Sturlu til hamingju með að vera laus við blóðsugurnar af hálsinum.