Stóð með sér og var rekinn

ÞÚ ERT REKIN!

ÞÚ ERT REKIN!

Hverjir hafa ekki heyrt sögur af fólki sem hafa lent upp í því að atvinnurekendur þeirra fari eftir kjarasamningum og er rekið úr vinnu fyrir vikið?
Þetta er alltaf að gerast en fer því miður hljótt og er í raun algert tabú í umræðunni.  Einnig þegar níðst er á fólki, það lagt í einelti eða verður fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni og ef það kvartar þá er það rekið í stað þess að vinnuveitendur og fyrirtæki sjái sóma sinn í að taka á málunum og laga þau.  Oftar en ekki bitnar þetta harðast á þolandanum þegar upp er staðið því vinnufélagar viðkomandi einstaklings standa ekki með honum þegar á reynir þó þeir hafi lofað að gera það.
Það, gott fólk, er aumingjaskapur af verstu sort.

Í Sóknarhópnum er umræða í gangi um virkilegan skíthæls og aumingjhátt sem á sér því miður allt of margar hliðstæður, en þar var sjómarðu rekinn af togara af því skipsfélagarnir stóðu ekki saman í því sem þeir höfðu ákveðið á sameiginlegum fundi fyrr um daginn.
Allir nema einn gugnuðu og létu fyrir vikið taka sig í þurrt rassgatið af skipstjóranum á dallinum sem sjálfur sýndi af sér einhvern mesta aumingjaskapinn, taka fyrir einn og einn skipsverja og hóta honum brottrekstri ef hann samþykkti ekki þá tillögu sem borin var upp.

Hér má lesa brot úr innlegginu:

Ég missti vinnuna vegna þess að ég stóð með sjálfum mér. Við nefnum enginn nöfn. Það var talað um það í borðsalnum að við ætluðum að kaupa kvóta til að geta haldið áfram veiðum og við ættum að lækka laun okkar um 25%. Allir í borðsalnum voru sammála að segja nei. Skipstjórinn tók einn og einn upp í brú og var ég síðastur sem var tekinn og spurður hvort ég vildi lækka laun mín.

Þeir sem vilja fá söguna alla ásamt umræðum, geta smellt hérna.

Það er sama hvar fólk er í vinnu, það á sín réttindi og því miður eru þau allt of oft fótum troðin af mis heiðarlegum vinnuveitendum og stjórnendum í fyrirtækjum án þess að það komi inn á borð verkalýðsfélaga.
Það er af því fólk þekkir ekki rétt sinn og eins vegna þess að fólk stendur ekki með þeim sem brotið er á þrátt fyrir að hafa lofað að gera það, en með því að svíkja vinnufélaga þinn, þá ertu að kóa með þeim óheiðarlega og vernda hann í óheiðarleikanum sem kemur svo bara til með að bitna á þér þegar upp er staðið.
Svona fyrir utan það að slík svik eru einhver mesti aumingjaskapur og ræfildómur sem hægt er að hugsa sér á vinnustað.

Eitthvert allra skýrasta dæmi um sjálfhverfan, óheiðarlegan og siðblindan vinnuveitanda.

Eitthvert allra skýrasta dæmi um sjálfhverfan, óheiðarlegan og siðblindan vinnuveitanda.

Gott dæmi um algjöra siðblindu var þegar Rúv sagði Láru Hönnu Einarsdóttur upp á sínum tíma vegna skirfa hennar á vefmiðilinn Smugan og sagði það pólitískt áróðursrit vinstri manna en setti ekkert út á pistlaskrifin á Eyjunni sem þó verður að teljast pólitískt áróðursrit líka, en bara á hægri vængnum.
Dómgreinarleysi og heimska Páls Magnússonar var algjör og augljós á þeim tíma.

Hafið það í huga nú þegar verið er að berjast fyrir bættum kjörum hjá þér og samstarfsmönnum þínum.

Ein rotta getur eyðilagt fyrir öllum.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 27. febrúar 2015 — 13:31