Staðreyndafalsanir fjölmiðla og einhliða áróður einstakra blaðamanna

Skjáskot úr kosningakerfi pírata.

Skjáskot úr kosningakerfi pírata.

Það er fátt sem vekur mér meiri viðbjóð en blaðamenn sem fjalla einhliða um málefni líðandi stundar án þess að kynna sér staðreyndir mála og lepja upp áróður einstaklinga sem í einhverjum annarlegum tilgangi telja það þjóna hagsmunum sínum að ljúga hreinlega upp á heilu stjórnmálaflokkana og fólkið innan þeirra að það sé aðeins ein stefna í gangi.  Allt tilkomið vegna sárinda þess einstaklings fyrir að hafa ekki hlotið eitt af efstu sætum í prófkjöri flokksins.

Látum Ernu Ýr Öldudóttur liggja á milli hluta í þessu öllu saman þrátt fyrir yfirlýsingar hennar því í öllum viðtölum sem hún hefur farið í hefði það verið létt verk og löðurmannlegt fyrir viðkomandi aðila sem tóku viðtölin að hrekja allan málflutning hennar með því að leita sér upplýsinga áður en lygin og skrumið er borið á borð fyrir almenning í fjölmiðlum því allt er þetta aðgengilegt í kosningakerfi Pírata og hugmyndirnar sem unnið er í um þessar mundir líka á Fuglabjarginu.

Blaða og fréttamenn sem vinna með þeim hætti sem áður er minnst á eru ekkert annað en bölvaðir aumingjar og drullusokkar sem ætti að svifta blaðamannsskírteinum á staðnum því þeir sýna og sanna að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir en vinna eingöngu í þágu illra hvata að undirlagi eigenda sinna, sbr. MBL og Viðskiptablaðsins sem eru ekkert annað en áróðursmaskínur Sjálfstæðisflokksins og útgerðarmafíunar og flestir sem í þessa miðla skrifa eru nafnlausir heiglar og undirmálsfólk sem geta ekki staðið við skrif sín undir nafni.

Eyjan og Pressan ásamt DV eru lítið skárri þó svo einstaka blaðamenn þar skrifi undir nafni, þá er það samt svo að sannleikurinn og staðreyndir eru lítið að þvælast fyrir þeim og það hentar þeim betur að skrifa um hálfsannleik og sögusagnir heldur en leita staðreynda málana og koma sannleikanum á framfæri.

Einsmálsflokkurinn Píratar.

Við skulum aðeins skoða þessa einstefnu hjá Pírötum og hrekja þessar fáránlegu og illa uppsettu lygar þessara fjölmiðla og starfsmanna þeirra með smá upptalningu á því sem Píratar hafa á sinni stefnuskrá.

Samkvæmt þessu er eina málið á stefnuskrá Pírata að koma nýrri stjórnarskrá í gegnum þingið.
Að vissu leiti er það satt því það er aðalstefna Pírata en það er ferli sem tekur lengri tíma en þrjá til sex mánuði að koma í gegn og það er margt sem þarf að huga að í millitíðinni, td. sjávarútvegsstefnan sem er fullmótuð og þegar farið að kynna.
Heilbrigðismál sem verið er að leggja lokahönd á.
Velferðarmál sem eru í fullri vinnslu og sér fljótlega fyrir endan á.
Landbúnaðarstefna.
Ferðamálastefna og margt fleira sem fólk getur kynnt sér á þessari slóð undir heitinu: „Samþykktir þessa þings“ í neðri ramma hægra megin.

Einnig er vert að nefna tvær stefnur innan heilbrigðis og velferðarmála sem snýr að tannlækningum og sálfræðiþjónustu sem ætti að vera gjaldfrjáls og hefur mætt mikilli mótstöðu innan stjórnarflokkana og sumir þingmenn þeirra gert óspart grín að.

Blaða, fréttamenn og þeir sem halda að einhliða áróður án þess að afla sér gagna og upplýsinga áður en þeir fara að blaðra um eitthvað sem þeir hafa ekki þekkingu eða vit á ættu að kynna sér tenglana hér að ofan í stað þess að vera að bera á borð fyrir upplýsta einstaklinga annað eins bull og kjaftæði og maður hefur séð í fjölmiðlum undanfarið því með slíkri hegðun gera þeir aðeins sjálfa sig og fjölmiðlana sem þeir starfa á ótrúverðuga og sjálfa sig að lygurum.

Að lokum ætla ég að koma einum skilaboðum til Ernu Ýr sem hún vonandi tekur mark á.
Það er þér engan vegin til framdráttar að haga þér með þeim hætti sem þú gerir í fjölmiðlum.
Það að þér var hafnað í prófkjörinu með þeim hætti sem gert var í lýðræðislegum kosningum ætti að fá þig til að hugsa aðeins inn á við í stað þess að ráðast á allt það fólk sem unnið hefur hörðum höndum í sjálfboðavinnu við að setja saman stefnur og lagasetningar fyrir þeim málum sem við setjum fram í komandi kosningum.

Ég bar virðingu fyrir þér og það gerðu margir aðrir innan Pírata sem og utan en þessi hegðun þín og framkoma hefur gert það að verkum að mér er það gjörsamlega ómögulegt eftir þau viðtöl sem þú hefur farið í undanfarið og eins skrif þín á alnetinu.
Virðingin hefur breyst í fyrirlitningu.
Fyrirlitningu á óþroskaðri, ungri og efnilegri konu sem hefði getað náð langt hefði hún hagað sér eins og fullorðin manneskja og tekið tapinu með sóma og haldið áfram að vinna að framgangi Pírata í landsmálum en kaus þess í stað að haga sér eins og ofdekraður Sigmundur Davíð og hlaupa með fýlurantið allt saman í fjölmiðla og gera lítið úr öllum sem hafa unnið með henni síðustu árin.
Það er lúaleg og aumingjaleg hegðun sem er á engan hátt hægt að afsaka.

Ég lenti sjálfur í 13. sæti í suðurkjördæmi en ég er stoltur af því að hafa þó náð þangað og ég ætla að halda áfram að vinna að veg og vanda Pírata á landsvísu með því að taka þátt í stefnumótun flokksins og þeirri vinnu sem framundan er því ekki veitir af því í komandi kosningabaráttu þegar fýlupúkarnir og sjálfselskupúkarnir sem hlupu grenjandi út þegar þeir fengu ekki það sæti sem þeir voru kosnir í ætla að halda áfram að fara með ósannindi og lygaáróður í fjölmiðla sem hafa ekki þann lágmarkssóma að fjalla um staðreyndir og sannleika.

Læt þetta ekki verða lengra að sinni en ég persónulega lýð ekki neinum af þeim flóttamönnum sem yfirgáfu Pírata í fýlu og frekjukasti, að hlaupa í fjölmiðla og ljúga upp á okkur að við séum bara einsmálsflokkur eða að við séum stefnulaus flokkur.
Það er einfaldlega lygi og engum til sóma.

Góðar stundir.

Updated: 21. ágúst 2016 — 15:41