Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Það er ljóst að skrumflóð stjórnmálaflokkana er byrjað af þó nokkrum þunga og ljóst að það á eftir að verða fróðlegt að rýna í það hjá þeim næstu mánuðina fram að kosningum.

Sjallamafían er búin að dusta rykið af flestum sínum gömlu, gleymdu og sviknu loforðum og farin að dæla þeim í gríð og erg út á samfélagsmiðlana, sem dæmi hæla þeir sér grimmt af því þessa dagana hvað þeir hafa gert vel við aldraða á kjörtímabilinu og hvað gamla fólkið hafi það nú rosalega gott undir þeirra forsjá þó svo flestir af þeim sem maður sér tjá sig eigi hvorki í sig né á þegar upp er staðið.

Samfylkingin er byrjuð að lofa öryrkjum og öldruðum að “vinda hægt og rólega” ofan af skerðingunum en vill ekki afnema þær nema að takmörkuðu leiti og lítið annað gera fyrir þá verst settu.

VG, Framsókn og Viðreisn hafa lítið frá sér fara sem og Miðflokkurinn, Flokkur Fólksins og Píratar en það verður rýnt betur í það seinna.

En hvað í fjandanum ætti maður að kjósa?

Jú, ég skal kjósa flokk sem gerir það að stefnu sinni að fara í eftirfarandi málefni á næsta kjörtímabili

  1. Afnema allar skerðingar almannatrygginga hjá öryrkjum og eldri borgurum sem fá í aðrar tekur 400 þúsund eða meira.
  2. Hækka grunnframfærslu almannatrygginga í 400 þúsund fyrir skatt
  3. Hækka skattleysismörk miðað við verðlagsþróun síðustu þrjátíu ára.
  4. Breyta lögum um sjávarútveg þannig að allur kvóti verði boðin út og allur afli fari á markað.
  5. Að vinna að heilindum að því að koma stjórnarkránni sem fólkið í landinu samdi og samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 verði tekin í gagnið.

Ég held að allir viti hvert þetta stefnir en fjandinn hafi það bara, það verður að koma glæpalýðnum í VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokknum frá völdum í eitt skipti fyrir öll.  Þjóðin á ekki að vera svo yfirgengilega heimsk að láta stela af sér öllum verðmætum af siðblindum græðgislýð sem aldrei verður mettur eða fær nóg.

Burt með þá “ósnertanlegu” sem telja sig eiga öll þjóðarverðmætin og hagnaðinn af þeim.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni