Forseti íslands á að vera ákveðin öryggisventill fyrir sitjandi stjórn hverju sinni og samkvæmt starfsskyldum hans taka lög ekki gildi fyrr en hann hefur staðfest þau með undirskrift sinni.
Nú er hverjum íslending það ljóst eins og staðan er í dag, að fjöldi fólks getur ekki framfleytt sér á þeim tekjum sem það hefur og er ástandið sérstaklega slæmt meðal öryrkja og aldraðra og hefur í raun aldrei verið verra en núna þegar stjórnvöld vinna að því leynt og ljóst að skerða tekjur þessa hóps og hækka allar álögur á þá líka.
Hækkun komugjalda á heilsugæslu og aðra læknisþjónustu hefur hækkað, lyfjaverð hefur hækkað og matvæli og aðrar nauðsynjar hafa einnig hækkað í verði og eiga enn eftir að hækka með breytingu á virðisauka á matvæli.
Margt annað mætti telja upp þessu til viðbótar en verður ekki gert í þessum pistli.
Tvær konur hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til Forseta Íslands þar sem hann er beðinn að beita sér fyrir því að laga lífskjör aldraðra og öryrkja enda er það ljóst að núverandi stjórnvöld munu ekki gera það. Silfurskeiðungarnir sem tróna í hásæti fílabeinsturnsins í stjórnarráðinu hafa aðeins eitt markmið og það er að gera þá ríku enn ríkari og þá fátæku enn fátækari.
Á vísir.is er frétt þar sem vísað er í erfitt ástand hjá 72. ára gamalli konu sem er á almennum leigumarkaði og greiðir 120 þúsund krónur á mánuði í leigu en fær útborgað frá TR 162 þúsund. Húsaleigubætur fær hún upp á um 18 þúsund svo það gera um 180 þúsund krónur í heildina.
Hún á sem sé að standa straum af öllum kostnaði með um það bil 60 þúsund krónum.
Eva hætti að vinna í kringum sextugt og var á örorkubótum í þrjú ár þar til hún fór á ellilífeyri. „Þá lækkaði framfærslan um fimmtán þúsund á mánuði,“ segir Eva, sem er sykursjúk og með skjaldkirtilssjúkdóm líka. Áður en hún hætti að vinna starfaði hún meðal annars við fiskvinnslu. „Ég vann alltaf mikið, stundum var ég í tveimur þremur vinnum í einu enda kom ég fjórum börnum til mennta og manns. Og þetta eru þakkirnar frá samfélaginu.“
Þetta eru þakkirnar sem kynslóð Evu fær frá þeim sem nú stjórna landinu.
Siðblindu og samviskulausu þjófahyski sem aldrei hefur unnið ærlegt handtak um æfina en fengið allt upp í hendurnar allt sitt líf.
Kanski, (þó ljótt sé að segja þetta, þá verður að gera það) á sú kynslóð sem lokið hefur störfum örlitla sök á þessu ástandi. Það reyndi að hlífa börnum sínum við því að lenda í þeim þrældómi sem það sjálft lenti í og uppskar fyrir vikið kynslóð sem ber enga virðingu fyrir þeirri vinnu sem sú kynslóð lagði á sig til að skapa hér velferðarþjóðfélag.
Velferðarþjóðfélag sem núverandi kynslóð stjórnenda er svo gott sem búin að rústa með frekju, eiginhagsmunasemi og algerri siðblindu því þeir vilja fá allt fyrir ekkert.
Eva heldur áfram og segir:
Sonur minn kom til dæmis hérna um daginn með kaffi og klósettpappír. Það var í enda mánaðarins og þá var allt búið segir hún og viðurkennir að það sé erfitt að vera upp á aðra kominn að miklu leyti.
Þetta er erfitt hlutskipti fyrir fólk sem alltaf hefur geta unnið fyrir sér og náð að bjarga sér út úr verstu aðstæðum að vera upp á aðra komin vegna þess að stjórnendur landsins hafa ekki manndóm í sér til að laga kjör þessa fólks. Fólksins sem ól þá upp og þeir ættu að skammast sín fyrir hegðun sína.
Auðvitað. manni finnst maður vera hálfgerður vesalingur. Núna vantar mig til dæmis lyf og ég hef ekki efni á að leysa þau út. Ég hef ekki átt krónu síðan í síðustu viku. Allt hefur hækkað svo mikið. Allt er orðið dýrara.
Það er nefnilega málið. Allt hefur hækkað þó svo stjórnvöld vilji ekki kannast við það og tali alltaf um að kaupmáttur hafi aukist.
Það þarf svo sannarlega að skoða þessa svokölluðu kaupmáttaraukningu og reikna út hvað lífeyrisþegar og láglaunastéttin hefur minnkað mikið í kaupmætti í raun því útreikningarnir í því sambandi eru eitthvað það heimskulegasta og glæpsamlegasta sem hægt er að hugsa sér.
Meðaltalið er svo og svo mikið, gortar fjármálaráðherra í stöðufærslu á facebook í morgun og atvinnuleysi hefur minnkað, segir hann um leið.
En raunveruleikinn er allur annar þegar grant er skoðað.
Þegar þú berð saman tekjur fólks sem er í öllum launaflokkum, líka þeirra sem hafa hækkað um hundruði þúsunda eða jafnvel miljónir yfir árið og svo þá sem hafa kanski fengið tvo eða þrjá þúsundkalla, þá er meðaltalið helvíti gott.
Það væri gaman að stilla þessu ráðherrarusli eins og það leggur sig, upp með þeim hætti að annar fóturinn er í ísbaði en hinn í skíðlogandi eldstæði og spyrja svo fíflin hvort meðaltalshitinn sé ekki bara helvíti fínn og þeim líði bara mjög vel með það meðaltal.
því miður held ég að eina leiðin til að sýna þessu siðblinda og hrokafulla drasli sem stjórnar landinu að meðaltalið segir okkur ekki rassgat um sannleikann. Meðaltalið er lygi og blekking sem er notað til að blekkja heimskingja og auðtrúa asna til að halda að allt sé í himna lagi í þjóðfélaginu þó svo aldraðir og öryrkjar svelti lungan úr mánuðinum.
Og það sorglegasta er þegar svona fréttir dúkka upp, þá koma „beturvitarnir“ geltandi og gjammandi um að öryrkjar og aldraðir hafi það helvíti fínt, þeir sitji bara heima og fái borgað fyrir það meðan vinnandi fólk þræli sér út til að borga þeim bætur. Þar er toppurinn á heimskunni og hræsninni, eiginhagsmunaseminni og skammsýninni, því þessir sömu „beturvitar“ eiga einn daginn eftir að missa heilsuna og verða aldraðir.
Þá er nú hætt við að hljóðin breytist eitthvað úr þeirra barka.
En eins og áður segir, þá hafa tvær konur stofnað til undirskriftarsöfnunar til Forseta Íslands og það er alveg ástæða að hvetja alla til að setja nafn sitt við þá áskorun því ekki koma núverandi stjórnvöld til að laga ástandið.
Það er hverjum hugsandi manni ljóst. Já og konu.