Sjónvarpsmaður ársins kosin. Hvar er Sölvi Tryggvason?

365 miðlar

Nú stendur yfir á Vísir.is sem er hluti af fjölmiðlafyrirtækinu 365 miðlar, netkosning um sjónvarpsmann ársins til Edduverðlaunana og ekkert nema gott um það að segja því sjónvarpið er sá fjölmiðill sem færir manni fréttir í lifandi mynd heim í stofu.  Margir eru um hituna og misjafnt hvernig þeir eru standa sig í því sem þeir eru að gera og árangurinn sjáum við, hinn almenni neytandi á skjánum á hverjum degi.  En er þetta svo gott þegar upp er staðið?
Já þegar rétt og vel er að svona kosningu staðið og allir fá að vera með.  En því er ekki fyrir að fara í þetta sinn og verður farið í það í þessum pistli en það eru 365 miðlar sem standa á bak við þessa kosningu svo það sé enginn vafi á því.  Þegar listinn er skoðaður, þá kemur samt sem áður nokkuð dularfullt í ljós.  Sölvi Tryggvason sem er með Málið á Skjá einum er ekki með á þessum lista sem hægt er að velja af.

Listinn er í stafrófsröð og nafn Sölva Tryggvasonar er ekki á honum.

Listinn er í stafrófsröð og nafn Sölva Tryggvasonar er ekki á honum.

En hverjir standa á bak við þann lista sem settur hefur verið upp á Vísir.is?  Getur það verið að það séu einstaklingar sem sjá ofsjónum yfir því sem Sölvi hefur verið að gera og eru hræddir við hann?  Öfunda hann og jafnvel hata hann?
Stórt er spurt, en í ljósi þess sem Sölvi hefur verið að gera, þá er nema von að maður spyrji sig.  Í þáttunum Málið á Skjá einum hefur hann á árinu 2012 fjallað um offitu, áfengissýki, vændi, nauðgunarlyf og útlitsdýrkun. Hann meira að segja gekk svo langt að taka inn nauðgunarlyf til að kanna áhrifin af þeim frá fyrstu hendi svo hann gæti upplýst áhorfendur sína hvernig þau virka.
Getur verið að þessi hárbeitta umfjöllun Sölva hafi orðið til þess að einhverjir kollegar hans innan þeirrar stéttar sem hann starfar, leggi hreinlega svo mikla fægð á hann að þeir þori hreinlega ekki að hafa með í þessari kosningu?
Persónulega væri ég ekki hissa á því.

Hins vegar er gaman að skoða umsagnirnar við listann sem hægt er að kjósa um á Vísi, að þar er fjöldinn allur sem fordæmir að Sölvi er ekki á listanum og kallar eftir því að fá að kjósa hann.

Sjónvarpsmaður ársins.

Sjónvarpsmaður ársins.

Verði þessi listi ekki uppfærður með nafni Sölva og þau atkvæði sem þegar eru komin þurkuð út verður þetta 365 miðlum og þeim sem völdu á listann til ævarandi skammar.  Fólk kemur til með að líta á þessa kosningu sem óréttláta, uppsetta af öfundsjúkum einstaklingum sem þola ekki að það sé einn sjónvarpsmaður sem stendur með höfuð, herðar og bringu upp fyrir þá sem telja sig sjálfa mesta og besta innan þeirra raða og sá sem er á minnsta ljósvakamiðlinum.  Það er skömm þeirra sem standa með stóru fréttastofurnar og peningana á bak við sig.

Sölvi á ekki skilið svona framkomu frá kollegum sínum því með því sýna þeir í raun sitt innra, skítlega eðli.

En í raun eru þeir með þessum hætti að veita Sölva gífurlega viðurkenningu og í raun titilinn sjónvarpsmann ársins, því þeir hræðast hann.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa