Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Ríkisstjórnin sem laug sig inn á þjóðina.
Ríkisstjórnin sem laug sig inn á þjóðina.

Ég er svo undarlega gerður að ég geri ákveðna kröfu til þeirra sem bjóða sig fram til að stjórna landinu okkar, sjá um að það sé vel rekið og að skattarnir okkar fara í það sem þeim er ætlað og að þegnar landsins geti lifað mannsæmandi lífi hvort heldur þeir stundi atvinnu, séu sjúklingar, aldraðir, öryrkjar eða atvinnulausir.
Það er því í versta falli meira en lítið skrítið að fólk sem býður fram krafta sína til að stjórna landinu bókstaflega geri allt sem í þeirra valdi stendur til myrða sitt eigið mannorð um leið og það hefur sína kosningabaráttu.  Enn furðulegra er þó það fólk sem hlustar á frambjóðendurna æla upp úr sér lygaþvættingi, trúa því og kjósa þessa aðila svo yfir sig og síðar yfir þjóðina.
Maður mætti ætla að íslendingar séu almennt skynsamt fólk sem taki ekki fljótfærnislegar ákvarðanir og vegi og meti hlutina áður en þeir taki ákvörðun um hvað gera skuli.

Það var því verulegt kjaftshögg fyrir þann hluta þjóðarinar sem er hugsandi og spáir í sannleiksgildi þess sem frambjóðendur láta frá sér fara fyrir kosningar til þings þegar tveir flokkar sem ruddu út úr sér slíkum lygaþvættingi fyrir kosningarnar, gáfu loforð sem allt hugsandi fólk var varað við að taka mark á, fengu flest atkvæði eftir kosningarnar.  Hinir hugsandi sátu gapandi af undrun yfir heimsku og fáfræði landa sinna sem kusu þessi ósköp yfir okkur.

Ég ætla ekkert að fara að telja upp loforðaflauminn sem gubbað var yfir okkur af formönnum og flokksmönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokkana fyrir kosningar enda er nóg að skoða upptökur, viðtöl og kynningar þessara flokksmanna fyrir kosningarnar til að afla sér upplýsinga og þekkingar á framkomu þeirra og hegðun í kosningabaráttunni.  Lygarnar runnu í stríðum straumum upp úr þessu fólki og það var meira að segja svo gróft á köflum að þræta sí og æ fyrir hluti sem voru skjalfestir í fjölmiðlum um orð og gjörðir sínar.

Samt kaus fólk þetta.
Af hvaða hvötum?

Í aðdraganda kosningana í vor byrjuðu þessir frambjóðendur að tala niður mannorð sitt og trúverðugleika og hafa haldið því stanslaust áfram síðan.  Þetta fólk er fast í vítahring lyga og lýðskrums sem það getur ekki komist út úr nema með því að viðurkenna að það hafi logið að allri þjóðinni í aðdraganda kosninga og eftir að það komst til valda en því miður er það svo að valdhrokinn og sjálfsánægjan ásamt gífurlegri siðblindu bannar þeim að snú við á vegi lygana og gerast heiðarlegir og hreinskilnir.  Samviska þessa fólks hefur verið svæfð svefninum langa og það mun aldrei í lífinu viðurkenna að það hafi gert neitt rangt.  Aldrei hafi það logið, svikið eða prettað nokkurntíma á lífsleiðinni.  Þetta fólk hefur framið sjálfsmorð á eigin mannorði og mun aldrei í hugum þeirra sem sem það laug að og sveik öðlast mannorð sitt aftur.

Þetta fólk er preson non grata = ærulausir hugleysingjar og svikarar við þjóðina.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni