Sigmundur Davíð Gunnlaugsson laug blákalt að þjóðinni í sjónvarpsþættinum X-13 sem sýndur var á Rúv þriðjudagskvöldið 2. apríl þegar hann sagði að framsóknarflokkurinn hefði aldrei lagt til eða átt neinn þátt að því að íbúðarlánasjóður gæti lánað allt að 90% til íbúðarkaupa til almennings.
Á vefsíðu Framsóknar er nefnilega dálítið skondin frétt frá því 3. desember árið 2004 en þar segir orðrétt:
90% lán frá Íbúðalánasjóði urðu að lögum á Alþingi í dag. Lánin standa til boða öllum almenningi, óháð búsetu. Lánaðar verða allt að 14,9 milljónir króna, til kaupa á íbúðahúsnæði fyrir allt að 16,6 milljónir króna.
Með þessu er helsta kosningamál Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2003 orðið að veruleika. Þar með hillir undir að þrjú helstu baráttumál framsóknarmanna fyrir síðustu alþingiskosningar verði að veruleika þegar um eitt og hálft ár er liðið af kjörtímabilinu; 90% húsnæðislán, lækkun endurgreiðsluhlutfalls námslána og skattalækkanir. Ábati alls almennings í landinu af þessum þremur málum mun nema tugum þúsunda króna í auknum ráðstöfunartekjum í hverjum mánuði.
Með því að smella hérna má lesa alla þessa frétt frá Framsóknarflokkinum.
Hvað segir þetta landsmönnum, svo ég tali nú ekki um þeim tæplega 30% þeirra sem ætla sér að kjósa þennan flokk í komandi kosningum um formanninn og sannleiksgildi þess sem hann er að segja í ræðum sínum og riti?
Hvað með niðurfærsluleiðina og að ná fé frá vogunarsjóðunum til að fjármagna niðurfellingu verðtryggðra lána?
Það var sagt um Framsóknarflokkinn í áðurnefndum þætti, það ætti ekki að ráða brennuvarga til að slökkva elda og á það vel við því Framsóknarflokkurinn brenndi hér nánast allt velferðarkerfið til grunna ásamt Sjálfstæðismönnum.
Og þar sem lygin er uppvís í einu máli þá er ljóst að leynd er lygin í mörgum fleiri sem snerta loforðin sem þessi flokkur er að gefa almenningi.
Höfum það í huga áður en við setjum X á kjörseðilinn.