Það er hreint með ólíkindum að hlusta á umræður á alþingi þessa dagana þar sem verið er að reyna að fá einstakla þingmenn og ráðherra til að skilja þá staðreynd að allt traust á þeim er ekkert nema rústirnar einar og að almenningur í landinu krefst þess að ríkisstjórnin fari frá völdum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum þar sem kemur í ljós að háttsettir einstaklingar innan stjórnarflokkana eru vel tengdir og eiga jafnvel aflandsfélög í skattaskjólum.
Hér að neðan eru nokkur myndbönd sem fólk ætti að horfa á og hlusta hvernig þessir tveir ráðherrar tjá sig.
Er þetta virkilega fólkið sem á að vera í stjórn landsins og selja ríkiseignir til vina sinna og vandamanna?
Er þetta virkilega fólkið sem hefur í raun eitthvað vit á því sem það hefur verið að gera undanfarin ár?
Er þetta fólkið sem hefur hreina samvisku og mannorðið, siðferðið og heiðarleika að leiðarljósi?
Er þetta fólkið sem þið viljið að hafi völdin áfram á næstu árum og áratugum?
„Aflandseyjahneykslið hefur ekki aðeins orðið til þess að hæst virtur forsætisráðherra segði af sér heldur er nú farið að leiða til þess að starfsmaður flokks, framkvæmdastjórar lífeyrissjóða og ýmsir miklu lægra settir menn en fjármálaráðherra hafa ákveðið að stíga til hliðar,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar. „En áfram situr fjármálaráðherra hér.“
Bjarni svarar svo Helga.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði stjórnarandstöðuna komna út fyrir dagskrárliðinn fundarstjórn forseta með því að ræða vantraust á fjármálaráðherra. „Það var lagt fram vantraust á ríkisstjórnina og það ver fellt.“ Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði boðað að ákveðnum málum yrði lokið og síðan boðað til kosninga í haust. „Fyrir því er mikill meirihluti í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma með vantrauststillögu á ráðherra þá skulu þeir bara gera það en ekki eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta.“
Þá sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að leggja fram fá mál en að nú væri gagnrýnt að málin væru of mörg. „Staðreyndin er sú að fyrir þinginu liggur heilbrigður fjöldi mála sem er langt kominn.“ Málalistinn sé eðlilegur og Bjarni hvatti til þess að þingið nýtti tímann til að klára þau mál.
Frétt Rúv er hér en að neðan eru myndböndin frá Alþingi.
Að lokum má svo sjá alla umræðuna hér að neðan þar sem hægt er að hlusta á hana í heild.
Verst þykir mér að hlusta á ósannindin sem þessir menn bera á borð fyrir landsmenn alla, vitandi að þeir eru að ljúga því það sem þeir hafa gert á þessum þriggja ára valdatíma sínum er ekki gert til neins annars en að auka á eymd almennings í landinu þar sem hinum ríku hefur verðir færður enn meiri auður á kostnað aldraðra, öryrkja, sjúklinga og atvinnulausra.
Það er staðreynd.
Það sem er þó enn verra í þessu öllu saman er það fólk sem trúir þessum mönnum og mærir þá í bak og fyrir, ver gerðir þeirra orð og athæfi og það sem verst er af öllu, ætlar að kjósa þetta sorp yfir landsmenn í næstu kosningum.
Maður spyr bara hvar heilavirknin hjá því fólki er eiginlega?
Hér er svo umræðan öll á einu bretti og ég skora á fólk að hlusta vel hvernig stjórnarliðar tala niður til almennings og annara þingmanna því það er til skammar hvernig hvernig þeir hegða sér í hvert sinn sem þeir eru spurðir um gang mála.